Viðskipti erlent

Abramovítsj selur hlut í Sibneft

Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur selt 73 prósenta hlut sinn í rússneska olíurisanum Sibneft. Kaupandinn er ríkisrekna gasfyrirtækið Gazprom og eru kaupin liður í stefnu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að koma náttúruauðlindum landsins aftur í eigu ríkisins. Abramovítsj fær andvirði tæpra 830 milljarða króna fyrir hlutabréfin. Eric Kraus, viðskiptasérfræðingur í Moskvu, segir þetta duga til að tryggja að Abramovitsj, börn hans, barnabörn og næstu tólf kynslóðir sem á eftir koma þurfi aldrei að líða skort.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×