Ólýsanleg stemming í Frankfurt 11. ágúst 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.
Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira