Það sem helst hún varast vann... 24. mars 2005 00:01 Því miður eru kynþáttafordómar útbreiddir á Íslandi og ber að fagna allri umfjöllun um þá. Þennan djöful ber að draga fram alls staðar þar sem hans verður vart. Ég verð mest var við fordómana í hópi ungs fólks, um tvítugsaldurinn. Það segir hins vegar sögu um fullorðna fólkið, foreldrana, kennarana, innviði þess samfélags sem mótaði þetta unga fólk. Að mínu viti þurfum við að taka upp alvöru mannréttindafræðslu í grunnskólanum þar sem við útlistum fyrir ungu fólki rétt hvers og eins til að vera hann sjálfur en ekki dæmdur á grundvelli uppruna, litarháttar, trúarbragða eða neins slíks. Í slíkri fræðslu gætum við t.d. farið í smiðju til Svía. Að undanförnu hefur DV fjallað um kynþáttafordóma í Þorlákshöfn vegna ofbeldismála sem komu upp í tengslum við meinta kynþáttafordóma. Eitt af því sem vantar í íslenska refsilöggjöf er heimild til að taka harðar á ofbeldi ef undirliggjandi ástæða er kynþáttafordómar en það er önnur saga. Þessi umfjöllun DV er þörf. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast. Hins vegar skrikar Bergljótu Davíðsdóttur heldur betur fótur í leiðara DV miðvikudaginn 23ja mars. Þar kemur skýrt í ljós að hún skilur ekki um hvað málið snýst, eða hvað? Í miðri umfjöllun sinni um kynþáttafordóma verður henni á að dæma íbúa heils byggðarlags. Eftir að hafa lýst því að Pólverjar fái ekki frið á götum í Þorlákshöfn segir hún: "það segir meira en nokkur orð um þá sem búa í Þorlákshöfn" og bætir við hróðug "ekki satt?"! Sá sem haldinn er kynþáttafordómum dæmir hópa eftir hegðun einstaklinga. Það er kjarninn. Bergljót Davíðsdóttir á ekki um annað að velja en að biðjast afsökunar. Ég veit um árekstra í Þorlákshöfn milli nýkominna Íslendinga og löngu kominna. Hugsunarhátt sem leiðir til slíks ber að fordæma. Þorlákshafnarbúar eru hins vegar hvorki betri né verri en aðrir Íslendingar. Ef atvikin eru fleiri hér er það trúlega vegna þess að hlutfall nýkominn er óvenju hátt, um 9%, það þriðja hæsta á landinu. Þetta hefur gerst á örfáum árum og hvorki bæjarfélagið eða landsstjórnin hafa gert mikið til þess að auðvelda þá aðlögun sem kemur ekki alltaf að sjálfu sér. Það þarf sem sagt að auka fræðslu um mannréttindi, það þarf að auka íslenskukennslu, það þarf að gera löggjöf sem tekur á misrétti vegna uppruna gegnsærri, það þarf að tryggja réttindi fólks og tryggja það að fólk þekki rétt sinn. Það þarf á allan hátt að styðja þá aðlögun sem nú stendur yfir frá einsleitu samfélagi yfir í margbreytilegt, frá stöðnun til grósku.Við þurfum að læra af mistökum annarra Evrópuþjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður eru kynþáttafordómar útbreiddir á Íslandi og ber að fagna allri umfjöllun um þá. Þennan djöful ber að draga fram alls staðar þar sem hans verður vart. Ég verð mest var við fordómana í hópi ungs fólks, um tvítugsaldurinn. Það segir hins vegar sögu um fullorðna fólkið, foreldrana, kennarana, innviði þess samfélags sem mótaði þetta unga fólk. Að mínu viti þurfum við að taka upp alvöru mannréttindafræðslu í grunnskólanum þar sem við útlistum fyrir ungu fólki rétt hvers og eins til að vera hann sjálfur en ekki dæmdur á grundvelli uppruna, litarháttar, trúarbragða eða neins slíks. Í slíkri fræðslu gætum við t.d. farið í smiðju til Svía. Að undanförnu hefur DV fjallað um kynþáttafordóma í Þorlákshöfn vegna ofbeldismála sem komu upp í tengslum við meinta kynþáttafordóma. Eitt af því sem vantar í íslenska refsilöggjöf er heimild til að taka harðar á ofbeldi ef undirliggjandi ástæða er kynþáttafordómar en það er önnur saga. Þessi umfjöllun DV er þörf. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast. Hins vegar skrikar Bergljótu Davíðsdóttur heldur betur fótur í leiðara DV miðvikudaginn 23ja mars. Þar kemur skýrt í ljós að hún skilur ekki um hvað málið snýst, eða hvað? Í miðri umfjöllun sinni um kynþáttafordóma verður henni á að dæma íbúa heils byggðarlags. Eftir að hafa lýst því að Pólverjar fái ekki frið á götum í Þorlákshöfn segir hún: "það segir meira en nokkur orð um þá sem búa í Þorlákshöfn" og bætir við hróðug "ekki satt?"! Sá sem haldinn er kynþáttafordómum dæmir hópa eftir hegðun einstaklinga. Það er kjarninn. Bergljót Davíðsdóttir á ekki um annað að velja en að biðjast afsökunar. Ég veit um árekstra í Þorlákshöfn milli nýkominna Íslendinga og löngu kominna. Hugsunarhátt sem leiðir til slíks ber að fordæma. Þorlákshafnarbúar eru hins vegar hvorki betri né verri en aðrir Íslendingar. Ef atvikin eru fleiri hér er það trúlega vegna þess að hlutfall nýkominn er óvenju hátt, um 9%, það þriðja hæsta á landinu. Þetta hefur gerst á örfáum árum og hvorki bæjarfélagið eða landsstjórnin hafa gert mikið til þess að auðvelda þá aðlögun sem kemur ekki alltaf að sjálfu sér. Það þarf sem sagt að auka fræðslu um mannréttindi, það þarf að auka íslenskukennslu, það þarf að gera löggjöf sem tekur á misrétti vegna uppruna gegnsærri, það þarf að tryggja réttindi fólks og tryggja það að fólk þekki rétt sinn. Það þarf á allan hátt að styðja þá aðlögun sem nú stendur yfir frá einsleitu samfélagi yfir í margbreytilegt, frá stöðnun til grósku.Við þurfum að læra af mistökum annarra Evrópuþjóða.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun