Hella de Islandia 12. júlí 2005 00:01 Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu. Að sögn Veronicu Solar er nú von á þremur chíleskum fjölskyldum frá Reykjavík þar sem þau freistuðu gæfunnar en hyggjast nú snúa aftur til Hellu. Nokkrir hafa fengið íslenskt ríkisfang og eru skráðir sem slíkir og margir afkomendanna eru íslenskir ríkisborgarar. Það er ekki fjarri lagi að um fimmtíu manns af chíleskum uppruna tilheyri þessu samfélagi auk þess sem spænskumælandi fólk víða að leitar í félagsskap þess. Síðast en ekki síst ber svo að geta þess að fjölmargir Íslendingar hafa bundist fjölskylduböndum við þessa langtaðkomnu landa okkar. Það má því segja að samfélagið þarna sé ákaflega blandað og eykur mjög á blæbrigði mannlífsins á Hellu, og nú á síðari árum einnig Hvolsvelli. @.mfyr:Íslendingar hjálpsamir en lokaðir Veronica kom frá Chíle ásamt eiginmanni sínum Rodolfo árið 1991 og nú una þau hag sínum hið besta á Hellu. Eins og flestir sem til Íslands koma verður Veronica að svara því hvernig hún kunni við land og þjóð. "Íslendingar eru frábærir og hér er rólegt og mjög gott að vera," segir hún. "Stundum kemur það reyndar fyrir að okkur leiðist hérna en við erum alin upp við það að geta alltaf hitt fólk á förnum vegi eða spjallað á kaffihúsum eða hvar sem maður kemur. Í Chíle er oft svo heitt að fólk unir ekki inni og því er mannlífið oftast mjög líflegt en því er ekki alltaf að heilsa hér. En Íslendingar eru mjög hjálpsamir og hafa tekið okkur alveg sérstaklega vel og alltaf verið boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Hinsvegar eru þeir dálítið mikið til baka og svolítið lokaðir en það breytist þegar maður hittir þá á góðri stundu en Íslendingar eiga það sameiginlegt með Chílebúum að þeir gera sér glaðan dag af minnsta tilefni," segir Veronica og hlær. @.mfyr:Alvöru Íslendingar af Suður Amerískum uppruna Chynthia Viviana Sepulveda Benner eða Sigurborg Karlsdóttir eins og hún heitir samkvæmt íslenskum lögum hefur búið á Hellu frá árinu 1990 og hún er alsæl ásamt eiginmanni sínum Ingólfi Rögnvaldssyni. Hún er mágkona Veronicu og jafnframt fyrsti Chílebúinn sem fluttist í bæinn en hún kom í myrkum og köldum demembermánuði og leist þá ekkert á blikuna. "Það var bara þunglyndi til að byrja með," segir hún og hrís greinilega hugur við endurminningunni. "Sem betur fer kunni ég sænsku og gat aðeins spjallað við lækninn í bænum sem einnig var sænskumælandi en þar fyrir utan var ekki margt annað sem ég gat gert. Og þegar fór að snjóa fór ég bara að gráta." En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Sigurborg kann nú á flestum hlutum skil. "Ég er orðin alvöru Íslendingur þó ég sé jafnframt stolt af uppruna mínum. Og sömu sögu er að segja af flestum Chílebúunum sem hér búa. Við eru manna fyrst til að mæta á þorrablótin og borðum manna mest af súrmetinu og skolum því niður með brennivíni að innlendum sið. Við lifum eftir íslenska lífsstílnum; kaupum bíla og hús og skuldum stórpening eins og flestir Íslendingar. Og að sjálfsögðu erum við jafn sólgin í sólarlandaferðir og allir aðrir, nú eru til dæmis systur mínar sem búa hér á Hellu og fjölskyldur þeirra að spóka sig á Benedorm eins og margir Íslendingar gera árlega. Börnin okkar eru svo ekkert öðruvísi en önnur íslensk börn enda fædd hér og mörg eiga innfætt foreldri. Þau hafa kannski aðeins dekkri húðlit en félagar sínir en það er allt og sumt." @.mfyr:Una hag sínum vel Eduardo Correa er frá Kólumbíu en hann kynntist Íslandi þegar hann kom hingað tvívegis með spænskum sirkusi sem hann vann í. Hann bjó í Keflavík frá 1991 en fluttist til Hellu í fyrra og kann vel við sig í þessu spænskumælandi samfélagi þar sem honum hefur verið tekið opnum örmum. Veronica samstarfsmaður Eduardo hefur unnið í fimmtán ár hjá Holta kjúklingum og ber hún vinnustaðnum vel söguna. "Hér er fínt að vinna og maðurinn minn sem vinnur í sláturhúsinu er bara nokkuð sæll," segir Veronica. "Ég fæ yfirleitt um hundrað og tuttuguþúsund útborgað þegar búið að taka allt af, inni í því eru þá yfirleitt um tíu tímar í yfirvinnu. Svo vinnur Rodolfo, kallinn minn, á veitingastað um helgar svo við höfum það nokkuð gott. Þetta eru kannski ekki svo há laun miðað við það sem gengur og gerist hér á Íslandi en þetta er mun meira en við ættum möguleika á að hafa í Chíle." Fréttir Innlent Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Þó aðeins séu fimmtán Chílebúar skráðir sem íbúar á Hellu er þetta samfélag mun stærra. Fjölmargir hafa færst sig um set og búa nú á Hvolsvelli en eru í góðum tengslum við granna sína og landa á Hellu. Að sögn Veronicu Solar er nú von á þremur chíleskum fjölskyldum frá Reykjavík þar sem þau freistuðu gæfunnar en hyggjast nú snúa aftur til Hellu. Nokkrir hafa fengið íslenskt ríkisfang og eru skráðir sem slíkir og margir afkomendanna eru íslenskir ríkisborgarar. Það er ekki fjarri lagi að um fimmtíu manns af chíleskum uppruna tilheyri þessu samfélagi auk þess sem spænskumælandi fólk víða að leitar í félagsskap þess. Síðast en ekki síst ber svo að geta þess að fjölmargir Íslendingar hafa bundist fjölskylduböndum við þessa langtaðkomnu landa okkar. Það má því segja að samfélagið þarna sé ákaflega blandað og eykur mjög á blæbrigði mannlífsins á Hellu, og nú á síðari árum einnig Hvolsvelli. @.mfyr:Íslendingar hjálpsamir en lokaðir Veronica kom frá Chíle ásamt eiginmanni sínum Rodolfo árið 1991 og nú una þau hag sínum hið besta á Hellu. Eins og flestir sem til Íslands koma verður Veronica að svara því hvernig hún kunni við land og þjóð. "Íslendingar eru frábærir og hér er rólegt og mjög gott að vera," segir hún. "Stundum kemur það reyndar fyrir að okkur leiðist hérna en við erum alin upp við það að geta alltaf hitt fólk á förnum vegi eða spjallað á kaffihúsum eða hvar sem maður kemur. Í Chíle er oft svo heitt að fólk unir ekki inni og því er mannlífið oftast mjög líflegt en því er ekki alltaf að heilsa hér. En Íslendingar eru mjög hjálpsamir og hafa tekið okkur alveg sérstaklega vel og alltaf verið boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Hinsvegar eru þeir dálítið mikið til baka og svolítið lokaðir en það breytist þegar maður hittir þá á góðri stundu en Íslendingar eiga það sameiginlegt með Chílebúum að þeir gera sér glaðan dag af minnsta tilefni," segir Veronica og hlær. @.mfyr:Alvöru Íslendingar af Suður Amerískum uppruna Chynthia Viviana Sepulveda Benner eða Sigurborg Karlsdóttir eins og hún heitir samkvæmt íslenskum lögum hefur búið á Hellu frá árinu 1990 og hún er alsæl ásamt eiginmanni sínum Ingólfi Rögnvaldssyni. Hún er mágkona Veronicu og jafnframt fyrsti Chílebúinn sem fluttist í bæinn en hún kom í myrkum og köldum demembermánuði og leist þá ekkert á blikuna. "Það var bara þunglyndi til að byrja með," segir hún og hrís greinilega hugur við endurminningunni. "Sem betur fer kunni ég sænsku og gat aðeins spjallað við lækninn í bænum sem einnig var sænskumælandi en þar fyrir utan var ekki margt annað sem ég gat gert. Og þegar fór að snjóa fór ég bara að gráta." En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Sigurborg kann nú á flestum hlutum skil. "Ég er orðin alvöru Íslendingur þó ég sé jafnframt stolt af uppruna mínum. Og sömu sögu er að segja af flestum Chílebúunum sem hér búa. Við eru manna fyrst til að mæta á þorrablótin og borðum manna mest af súrmetinu og skolum því niður með brennivíni að innlendum sið. Við lifum eftir íslenska lífsstílnum; kaupum bíla og hús og skuldum stórpening eins og flestir Íslendingar. Og að sjálfsögðu erum við jafn sólgin í sólarlandaferðir og allir aðrir, nú eru til dæmis systur mínar sem búa hér á Hellu og fjölskyldur þeirra að spóka sig á Benedorm eins og margir Íslendingar gera árlega. Börnin okkar eru svo ekkert öðruvísi en önnur íslensk börn enda fædd hér og mörg eiga innfætt foreldri. Þau hafa kannski aðeins dekkri húðlit en félagar sínir en það er allt og sumt." @.mfyr:Una hag sínum vel Eduardo Correa er frá Kólumbíu en hann kynntist Íslandi þegar hann kom hingað tvívegis með spænskum sirkusi sem hann vann í. Hann bjó í Keflavík frá 1991 en fluttist til Hellu í fyrra og kann vel við sig í þessu spænskumælandi samfélagi þar sem honum hefur verið tekið opnum örmum. Veronica samstarfsmaður Eduardo hefur unnið í fimmtán ár hjá Holta kjúklingum og ber hún vinnustaðnum vel söguna. "Hér er fínt að vinna og maðurinn minn sem vinnur í sláturhúsinu er bara nokkuð sæll," segir Veronica. "Ég fæ yfirleitt um hundrað og tuttuguþúsund útborgað þegar búið að taka allt af, inni í því eru þá yfirleitt um tíu tímar í yfirvinnu. Svo vinnur Rodolfo, kallinn minn, á veitingastað um helgar svo við höfum það nokkuð gott. Þetta eru kannski ekki svo há laun miðað við það sem gengur og gerist hér á Íslandi en þetta er mun meira en við ættum möguleika á að hafa í Chíle."
Fréttir Innlent Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira