Sport

Armstrong fyrstur í Tour de France

Lance Armstrong er aftur kominn í forystuna í Tour de France hjólreiðakeppninni sívinsælu. Í dag hjóluðu keppendur 183 kílómetra leið og þurftu að hjóla í frönsku ölpunum og þar fann Armstrong sig vel. Hann var þó ekki fyrstur í mark en kom í öðru sæti á eftir Alejandro Valverde frá Spáni. Armstrong, sem er frá Bandaríkjunum eins og fólk veit, hefur unnið keppnina sex síðustu ár og er fyrstur í heildarkeppninni, 38 sekúndum á undan Michael Rasmussen sem er annar í heildina. Ítalinn Ivan Basso frá Ítalíu kemur síðan í þriðja sæti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×