Eftirsóknarverð einkavæðing? 25. ágúst 2005 00:01 Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar