Innlent

Grásleppuvertíðin stytt

Vegna verðfalls á grásleppuhrognum og umframbirgða frá síðustu vertíð telur Landssamband smábátaeigenda nauðsynlegt að takmarka framboð á hrognum í ár. Því hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að stytta komandi grásleppuvertíð um þriðjung og verður hún 60 dagar í stað 90 í fyrra. Mismunandi er eftir veiðisvæðum hvenær veiðar mega hefjast en grásleppusjómenn á Reykjanesi halda fyrstir til veiða 15. mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×