Innlent

Reykjanesvirkjun stækkuð

Hitaveita Suðurnesja stefnir að því á næstu árum að tvöfalda afkastagetu Reykjanesvirkjunar svo að hún verði 200 megavött. Virkjunin verður þá ein sú stærsta á landinu. Gert er ráð fyrir stækkuninni í teikningum Reykjanesvirkjunar en tvö ár þurfa að líða frá gangsetningu áður en stækkun er ákveðin. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að verið sé að reisa 100 megavatta virkjun með tveimur hverflum. Hönnuni gangi hins vegar út á það að hægt verði að bæta þeim þriðja við og síðan telji Hitaveitan sig hafa ákveðna möguleika til að nýta orkuna sem fengin er úr jörðinni með annars konar vélum sem nýti lægri þrýsing og lægra hitastig. Það verði skoða og rætt sé um að það færi 30-50 megavött til viðbótar. Því geti afkastageta virkjunarinnar tvöfaldast ef af þessu verði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×