Innlent

Össu sleppt í Grafningi

MYND/VÍSIR
Össu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum var sleppt í dag austur í Grafningi þar sem hún fannst særð snemma í janúar. Fuglinn sem fékk viðurnefnið Erna í garðinum hafði flogið á raflínu og farið úr lið á vinstri væng en gert var að sárum hennar og henni leyft að jafna sig í garðinum. Í dag var svo farið með hana austur fyrir fjall þar sem hún var fyrst fest í um 100 metra langa taug til að sjá hvort hún plumaði sig ekki á flugi. Það gerði assan og var henni því sleppt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×