Sport

Víkingur jafnaði á lokamínútunum

Víkingur og Þór skildu jöfn, 2-2 í riðli #1 í A-deild í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag en þetta var eini leikurinn í efri deild keppninnar í dag. Einar Guðnason jafnaði leikinn fyrir Víking þegar 4 mínútur voru til leiksloka en Þór leiddi í hálfleik, 2-0. Þórður Halldórsson kom Akureyringum í 1-0 á 28. mínútu og Vilmar Sævarsson jók forystuna þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Kári Einarsson minnkaði muninn fyrir Víking strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og fyrrnefndur Einar gerði síðara mark Víkinga á 86. mínútu. Liðin eru jöfn að stigum við botn riðilsins eða 8 stig í sjötta og sjöunda sæti á undan Grindvíkingum sem eru án stiga. Fylkir og ÍBV eru einnig með 7 stig og því mun sigur lyfta sigurliðinu í dag upp um 2 sæti. Valsmenn tróna á toppi riðilsins með 16 stig eftir 1-0 sigur á ÍBV í gær. Hjá stúlkunum er einn leikur á dagskrá A-deildar í dag en kl. 17 fer fram í Egilshöll stórleikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Vals. Í B-deild karla eru 5 leikir á dagskrá í dag. 15:00 Riðll 2  Stjörnuvöllur  Víkingur Ó. - Víðir 15:15 Riðll 4  Boginn  Fjarðabyggð - KS 17:15 Riðll 2  Boginn  Magni - Höttur 19:00 Riðll 3  Egilshöll  Bolungarvík - ÍR 19:15 Riðll 4  Boginn  Huginn - Leiftur/Dalvík 21:00 Riðll 1  Egilshöll  Númi - Fjölnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×