Innlent

Súðavík kaupir verðbréf

Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. "Við erum ekki að taka áhættu heldur setja peninga í tiltölulega örugga sjóði þar sem lítilla sveiflna er að vænta," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann viðurkennir þó að fimm til tíu prósent fjárins sé í sjóðum þar sem áhættan kann að vera meiri. Hreppnum græddis fé við sölu hlutabréfa í Orkubúi Vestfjarða og Hraðfrystihúsi Gunnvarar og er hluti þess ávaxtaður með þessum hætti. "Við framfleytum okkur yfir núllið á vöxtunum," segir Ómar og þvertekur fyrir að bréfakaupin séu til marks um að fjárhagsleg staða sveitarfélaganna í landinu sé góð, öfugt við það sem almennt er haldið fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×