Innlent

Ökukennaranám í KHÍ

Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt. Ökukennaranámið verður á vegum Símenntunarstofnunar KHÍ. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, og Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu nýverið samning um námið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×