Innlent

Loðnuflotinn snúinn við

Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×