Kynmök við 287 skólasystkini 7. febrúar 2005 00:01 Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. Bandarískir félagsfræðingar hafa kortlagt kynlífshegðun allra tæplega 900 nemenda í framhaldsskóla í miðríkjum Bandaríkjanna. Hún þykir varpa nýju ljósi á kynlífshegðun ungs fólks. Í stað þess að nokkrir nemendur séu nokkurs konar stjörnur og eigi marga bólfélaga kemur í ljós nokkurs konar dreifð keðja þar sem A hefur mök við B, sem hefur mök við C, og svo framvegis. Haraldi Briem smitsjúkdómalækni finnst könnunin mjög merkileg og sýna ákveðið ferli sem sé upplýsandi og menn ættu að skoða vel. Þessi könnun sýndi fram á að 288 nemendur skólans höfðu í raun haft óbein kynferðisleg samskipti og hún sýnir hve auðveldlega kynsjúkdómar geta smitast á milli stórra hópa. Stúlka sem við köllum A hafði kynmök við fjóra pilta: X, Y, Z og V. Þeir sofa svo hjá nokkrum skólasystkinum sínum og þegar upp er staðið tengjast 288 nemendur í þessum köngulóarvef. Hafi A til dæmis verið með kynsjúkdóm, og enginn nemenda notað smokka, gætu allir þessir nemendur hafa smitast, í raun frá einni og sömu manneskjunni. Haraldur segir þessa mynd sýna á mjög raunhæfan hátt hvernig og hve auðveldlega kynsjúkdómar geta smitast á milli manna. Hann segir hana líka merkilega fyrir þær sakir hversu óvenjuleg hún er. Það sé hringrás í henni sem fari frá einum til annars en ekki út frá einhverjum einum eins og oftast er. Hér á landi hefur útbreiðsla klamydíu verið stórt vandamál mörg undanfarin ár og um 2000 manns smitast af henni árlega. Kynlífsmynstur eins og sést í umræddum bandaríska menntaskóla er í raun gróðrastía kynsjúkdóma. Teikningin sýnir hins vegar ljóslega hversu auðvelt það getur í raun verið að verja sjálfan sig og aðra gegn kynsjúkdómum. Það þarf ekki nema einn í keðjunni að nota smokk. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. Bandarískir félagsfræðingar hafa kortlagt kynlífshegðun allra tæplega 900 nemenda í framhaldsskóla í miðríkjum Bandaríkjanna. Hún þykir varpa nýju ljósi á kynlífshegðun ungs fólks. Í stað þess að nokkrir nemendur séu nokkurs konar stjörnur og eigi marga bólfélaga kemur í ljós nokkurs konar dreifð keðja þar sem A hefur mök við B, sem hefur mök við C, og svo framvegis. Haraldi Briem smitsjúkdómalækni finnst könnunin mjög merkileg og sýna ákveðið ferli sem sé upplýsandi og menn ættu að skoða vel. Þessi könnun sýndi fram á að 288 nemendur skólans höfðu í raun haft óbein kynferðisleg samskipti og hún sýnir hve auðveldlega kynsjúkdómar geta smitast á milli stórra hópa. Stúlka sem við köllum A hafði kynmök við fjóra pilta: X, Y, Z og V. Þeir sofa svo hjá nokkrum skólasystkinum sínum og þegar upp er staðið tengjast 288 nemendur í þessum köngulóarvef. Hafi A til dæmis verið með kynsjúkdóm, og enginn nemenda notað smokka, gætu allir þessir nemendur hafa smitast, í raun frá einni og sömu manneskjunni. Haraldur segir þessa mynd sýna á mjög raunhæfan hátt hvernig og hve auðveldlega kynsjúkdómar geta smitast á milli manna. Hann segir hana líka merkilega fyrir þær sakir hversu óvenjuleg hún er. Það sé hringrás í henni sem fari frá einum til annars en ekki út frá einhverjum einum eins og oftast er. Hér á landi hefur útbreiðsla klamydíu verið stórt vandamál mörg undanfarin ár og um 2000 manns smitast af henni árlega. Kynlífsmynstur eins og sést í umræddum bandaríska menntaskóla er í raun gróðrastía kynsjúkdóma. Teikningin sýnir hins vegar ljóslega hversu auðvelt það getur í raun verið að verja sjálfan sig og aðra gegn kynsjúkdómum. Það þarf ekki nema einn í keðjunni að nota smokk.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira