Sport

Erfitt tímabil hjá Red Bull Racing

Forráðamenn Red Bull Racing, nýja liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, sjá fram á erfitt tímabil í ár. Liðið, sem var áður undir formekjum Jagúar, frumsýndi nýja bílinn fyrr í dag. "Við viljum grípa öll tækifæri og reyna að koma okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Christian Horner, yfirmaður aksturssviðs hjá Red Bull Racing. Skoski reynsluboltinn David Coulthard verður ökumaður hjá Red Bull Racing en enn á eftir að staðfesta hver hreppir hitt sætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×