Lífið

Getum afstýrt slysi

Íslandskortið "Ísland örum skorið" sem sýnir Ísland eftir fimmtán ár ef hugmyndir stjórnvalda um stóriðju ná fram að ganga var gefið út í gær. Í tilefni þess blésu náttúruverndarsamtökin tíu sem standa að útgáfunni til kynningarfundar á Hótel Borg. Fjölmargir mættu á fundinn og hlustuðu á erindi sem þar voru haldin. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur ræddi um nauðsyn þess að leggja áherslu á náttúruvænni virkjanir en vatnsaflsvirkjanir sem kosta álíka mikið en geta gefið af sér meiri arð. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur sagði í erindi sínu að það lægi mikið við að afstýra því "slysi" sem stóriðjuframkvæmdir stjórnvalda væru. Þorvaldur Þorsteinsson listamaður sagði að í augum ráðamanna og margra annarra væri ósnortin náttúra einskis virði og menn hirtu meira um eftirmyndir af henni en frummyndina. Ragnhildur Sigurðardóttir líffræðingur sagði að undirbúningsvinnu framkvæmdaaðila væri verulega ábótavant sem og upplýsingamiðlun til almennings. Kortið er gefið út í 50 þúsund eintökum og er ókeypis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.