Viðskipti erlent

Stýrivextir óbreyttir í Evrópu

Evrópski Seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru tvö prósent á evrusvæðinu. Hér á landi eru þeir tíu prósent en 4,5 prósent í Bretlandi. Þetta er hvati til spákaupmennsku útlendinga með verðbréf í íslenskum krónum, sem færst hefur í vöxt síðustu vikurnar. Gengi evrunnar gagnvart dollara hefur veikst að undanförnu og hefur það hleypt lífi í útflutningsgreinar í Evrópusambandinu, öfugt við það sem er að gerast hér á landi vegna styrkingar krónunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×