Innlent

Íhugar að stofna eigið flugfélag

MYND/Hari

Andri Már Ingólfsson eigandi Heimsferða íhugar að stofna sitt eigið flugfélag. Hann útilokar kaup á Iceland Express en félagið er nú til sölu.

Andri Mál Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða vill stofna sitt eigið flugfélag. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofuna í dag. Hann sagðist sífellt vera að leita nýrra kauptækifæra en á Iceland Express, hefði hann engann áhuga.

Félagið er til sölu en FL Group sýnir erlendum fyrirtækjum meiri áhuga. Í vikunni keypti FL Group danska flugfélagið Sterling og jók hlut sinn í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet. Félagið þar nú 16,18% hlut í félaginu sem metinn er á 20,5 milljarð íslenskra króna. Kaupverð liggur ekki fyrir og vill Hannes Smárason, forstjóri félagsins, ekkert segja til um hvort félagið stefni á yfirtöku.

Eigandi og stofnandi félagsins, sem nú á 40% í félaginu, hefur þó sagt að félagið sé ekki til sölu. Sérfræðingar segja þó þetta mál, eins og öll önnur, snúast um krónur og aura og að rétta verðið hafi einfaldlega ekki borist. Hvað verður um Iceland Express á því enn eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×