Sport

Fylgstu með boltanum á Vísi

Vísir verður með veglega umfjöllun um alla leiki Landsbankadeildarinnar, upplýsingar um gang mála verða færðar jafnóðum inn á Vísi. Hægt verður að skoða liðsuppstillingu, skiptingar og fá upplýsingar um öll atvik í hverjum leik fyrir sig. OgVodafone hefur sett upp svokallaða "heita reiti" eða þráðlaust netsamband á öllum heimavöllum liðanna í Landsbankadeild karla og verða íþróttafréttamenn 365 prentmiðla í beinu tölvusambandi við umsjónarkerfi Vísis og færa lesendum vefsins nýjustu tíðindi um leið og þau gerast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×