Fjórir formenn segja af sér 9. febrúar 2005 00:01 Formenn fjögurra stjórnmálaflokka sögðu af sér í gær eða fyrrakvöld, þegar ljóst var að flokkarnir höfðu tapað í kosningunum sem haldnar voru í Danmörku í gær. Fyrstur til að segja af sér var Mogens Lykketoft, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, sem tilkynnti áður en lokaniðurstöður voru ljósar að hann myndi segja af sér í dag, fimmtudag. "Þetta voru hræðilegar kosningar fyrir okkur," sagði hann við blaðamann AP. Hann kenndi fjárskorti um ófarir flokksins, sem missti fimm menn af þingi og fékk einungis 25,9 prósenta fylgi eða 47 þingmenn. Hann sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði meiri peninga til að eyða í kosningaherferðina. Lykketoft varð formaður 2002, en eftir kosningarnar 2001 sagði Poul Nyrup Rasmussen af sér formennsku. Allar skoðanakannanir bentu til þess að flokkurinn myndi tapa enn meira fylgi í þessum kosningum, en Lykketoft sagði ítrekað fyrir kosningarnar að hann myndi ekki segja af sér. Í gær tilkynntu einnig Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk ellefu þingmenn og missti einn þingmann, þvert á allar væntingar. Fyrstu skoðanakannanir bentu til að flokkurinn myndi bæta við sig einum eða tveimur mönnum. Miðdemókratar náðu ekki manni inn á þing frekar en í síðustu kosningum og Minnihlutaflokkurinn, sem bauð ekki fram fyrir fjórum árum, náði ekki manni á þing. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin í Danmörku hafi haldið velli í gær misstu stjórnarflokkarnir tveir einn þingmann. Af stuðningsflokkum stjórnarinnar jók Danski þjóðernisflokkurinn við fylgi sitt og bætti við sig tveimur þingmönnum. Kristilegir demókratar misstu sína fjóra þingmenn. Borgaralegu flokkarnir fengu því 95 þingmenn, en stjórnarandstöðuflokkarnir 80. Eftir að Anders Fogh Rasmussen fundaði með Margréti Danadrottningu í gær og lýsti yfir sigri sagði hann fréttamönnum að hann og Bendt Bendtsen, formaður íhaldsmanna, væru að íhuga breytingar á ráðherraskipan. Hann sagði þó af og frá að fulltrúar Danska þjóðarflokksins tækju þar sæti. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Formenn fjögurra stjórnmálaflokka sögðu af sér í gær eða fyrrakvöld, þegar ljóst var að flokkarnir höfðu tapað í kosningunum sem haldnar voru í Danmörku í gær. Fyrstur til að segja af sér var Mogens Lykketoft, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, sem tilkynnti áður en lokaniðurstöður voru ljósar að hann myndi segja af sér í dag, fimmtudag. "Þetta voru hræðilegar kosningar fyrir okkur," sagði hann við blaðamann AP. Hann kenndi fjárskorti um ófarir flokksins, sem missti fimm menn af þingi og fékk einungis 25,9 prósenta fylgi eða 47 þingmenn. Hann sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði meiri peninga til að eyða í kosningaherferðina. Lykketoft varð formaður 2002, en eftir kosningarnar 2001 sagði Poul Nyrup Rasmussen af sér formennsku. Allar skoðanakannanir bentu til þess að flokkurinn myndi tapa enn meira fylgi í þessum kosningum, en Lykketoft sagði ítrekað fyrir kosningarnar að hann myndi ekki segja af sér. Í gær tilkynntu einnig Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk ellefu þingmenn og missti einn þingmann, þvert á allar væntingar. Fyrstu skoðanakannanir bentu til að flokkurinn myndi bæta við sig einum eða tveimur mönnum. Miðdemókratar náðu ekki manni inn á þing frekar en í síðustu kosningum og Minnihlutaflokkurinn, sem bauð ekki fram fyrir fjórum árum, náði ekki manni á þing. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin í Danmörku hafi haldið velli í gær misstu stjórnarflokkarnir tveir einn þingmann. Af stuðningsflokkum stjórnarinnar jók Danski þjóðernisflokkurinn við fylgi sitt og bætti við sig tveimur þingmönnum. Kristilegir demókratar misstu sína fjóra þingmenn. Borgaralegu flokkarnir fengu því 95 þingmenn, en stjórnarandstöðuflokkarnir 80. Eftir að Anders Fogh Rasmussen fundaði með Margréti Danadrottningu í gær og lýsti yfir sigri sagði hann fréttamönnum að hann og Bendt Bendtsen, formaður íhaldsmanna, væru að íhuga breytingar á ráðherraskipan. Hann sagði þó af og frá að fulltrúar Danska þjóðarflokksins tækju þar sæti.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent