Sport

Eriksson blandar sér í deilurnar

Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur blandað sér í deilur Chelsea og Arsenal um Ashley Cole. Eriksson sagði það rétt allra knattspyrnumanna að hlusta á tilboð frá öðrum liðum. Rannsóknarnefnd á vegum Enska knattspyrnusambandsins ætlar að kanna ofan í kjölinn upplýsingar um að Chelsea hafi hitt Ashley Cole á laun í síðustu viku en hann er samningsbundinn Arsenal til 2007. Ashley Cole verður í enska landsliðinu sem mætir Hollandi í vináttulandsleik á Villa Park í Birmingham. David Beckham og Wayne Rooney verða einnig í liðinu ásamt Shaun Wright-Phillips.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×