Sport

Eriksson styður Cole

Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, telur, að hafi bakvörðurinn Ashley Cole hitt forráðamenn Chelsea á leynilegum fundi í vikunni sem leið, eins og haldið hefur verið fram af breskum pressunni, hafi hann verið í fullum rétti. "Sem atvinnuknattspyrnumaður er það réttur þinn að hlusta á önnur tilboð, ef þér býðst vinna annars staðar", sagði Eriksson á blaðamannafundi í tilefni af leik Englands og Hollands á morgun. "Við lifum ekki landi þar sem einræðisherra stjórnar öllu, við búum við lýðræði", bætti Svíinn við. Orð Eriksson kunna að falla í grýttan jarðveg hjá vinnuveitendum hans í enska knattspyrnusambandinu þar sem það lítur mál sem þessi mjög alvarlegum augum og hefur þegar hafið rannsókn á þessu tiltekna máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×