Látum brotin ekki fyrnast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2005 00:01 Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar