Viðskipti erlent

Á 100 milljarða í Aker-samsteypunni

Kjell Inge Rökke. Eignarhlutur hans í Aker-samsteypunni er nú orðinn eitt hundrað milljarða króna virði.
Kjell Inge Rökke. Eignarhlutur hans í Aker-samsteypunni er nú orðinn eitt hundrað milljarða króna virði.

Verðmæti hlutabréfa orska athafnamannsins Kjells Inge Rökke í Aker-fyrirtækjasamsteypunni eru orðin eitt hundruð milljarða króna virði. Á árinu hefur eignarhluturinn hækkað um hvorki meira né minna en 360 prósent samkvæmt frétt Aftenposten, eða sem nemur 80 milljörðum króna.

Á skömmum tíma hafa auðæfi kappans margfaldast. Fyrir aðeins tveimur árum síðan hefði engin getað ímyndað sér að veldi Rökkes næði þessum hæðum, enda stóð það á brauðfótum þá. Aker-fyrirtækja­samsteypan samanstendur af olíu- og gasfélaginu Aker og dótturfélögum þess olíufyrirtækinu Aker Kværner, skipa- og flutningafélaginu Aker American seafood, útgerðarfélaginu Aker Seafood og Aker Yards, skipasmíðastöðinni. Rökke á um 68 prósent í Aker en markaðsvirði þess fór í fyrsta skipti yfir 150 milljarða króna í gær. Félagið er skráð í kauphöllinni í Osló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×