Viðskipti erlent

Framleiðniaukning í Bandaríkjunum

Framleiðni í Bandaríkjunum jókst meira en væntingar stóðu til um á þriðja ársfjórðungi þessa árs eða um 4,7 prósent. Þetta er mesti framleiðnivöxtur þar vestra í 2 ár. Athygli vekur að þessi mikli framleiðnivöxtur verður þrátt fyrir að að þúsundir starfa hafi tapast eftir að fellibylirnir Ríta og Katrín riðu yfir suðurströnd Bandaríkjanna.

Bandaríska viðskiptaráðuneytið hefur hækkað hagvaxtarspá sína og er nú gert ráð fyrir 4,3 prósenta hagvexti á árinu. Fyrri spá hljóðaði upp á 3,8 prósenta hagvöxt. Þessi kröftugi framleiðnivöxtur hefur þó ekki leitt til aukins launakostnaðar en tólf mánaða launakostnaður lækkaði um eitt prósent á þriðja ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×