Viðskipti erlent

Kaffi kemur í stað öls

Breyttar neysluvenjur í Bretlandi.
Keðjur eins og Starbucks spretta upp í Bretlandi þar sem allir eru að flýta sér.
Breyttar neysluvenjur í Bretlandi. Keðjur eins og Starbucks spretta upp í Bretlandi þar sem allir eru að flýta sér.

Kaffi til að taka með, kebab-skyndibiti, sturtugel og duft í megrunardrykki eru meðal nýrra neysluvara í vörukörfu ­bresku­­­ hagstofunnar. Í vörukörfunni eru 650 vöru- og þjónustutegundir og endurspeglar hún neyslumunstur almennings.

Hún er grunnurinn að smásöluvísitölunni sem er uppfærð árlega og er einn helsti mælikvarðinn á verðbólgu í Bretlandi. Meðal þess sem fer út af listanum er dökkur bjór, lageröl á krana, karlmannsbelti, klukka sem gengur fyrir rafhlöðum, landlínusími, hljómborð og þurrmatur fyrir ketti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×