Lífið

Ötull tals-maður barna

Ólafur Ó. Guðmundsson
Ólafur Ó. Guðmundsson

Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, hlýtur viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Ólafur er fjórði aðilinn sem fær þessa viðurkenningu en áður hafa Barnahús, Hringurinn og Velferðarsjóður barna á Íslandi hlotið hana.

Stjórn samtakanna segir að með þessari viðurkenningu vilji samtökin styðja við bakið á þeirri baráttu sem Ólafur og starfsfélagar hans standa fyrir, en Ólafur hefur um margra ára skeið verið ötull talsmaður þeirra barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.