Innlent

Nýr vegur um Svínahraun

Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður umferð nú upp úr hádegi. Með þessum fimm kílómetra langa kafla styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra, tvær hættulegar beygjur hverfa og ný Þorlákshafnargatnamót verða mislæg. Þá eykst umferðaröryggi einnig við það að vegurinn verður þriggja akreina og munu víraleiðarar skilja að akstursstefnur. KNH-verktakar unnu verkið sem kosta mun rúmlega fjögur hundruð milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×