Frétti af áhuga Newcastle hér 15. júlí 2005 00:01 Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika. Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika.
Íslenski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira