Viðskipti innlent

Prímus kaupir helmingshlut í Fíton

Fjárfestingafélagið Prímus í eigu Hannesar Smárasonar hefur keypt helmingshlut í Grafít sem á auglýsingaskrifstofuna Fíton, Máttinn og Dýrðin auglýsingastofu og Auglýsingamiðlun. Með þessum kaupum hefur Prímus eignast helmingshlut í Fíton. Þormóður Jónsson, einn af eigendum Fítons, segist ekki geta gefið upplýsingar um söluverð að svo stöddu. Upphaflegir eigendur Fítons skipta jafnt með sér hlemingshlut á Prímus. Þormóður segir söluna ekki vera vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. "Kaupin eru ekki til að bjarga fjárhagsstöðu fyrirtækisins heldur til að styrkja stöðu þess," segir Þormóður sem er bjartsýnn á framhaldið. Hann segir það kost að hafa svo stóran fjárfesti í auglýsingabransanum. Þormóður segir enn fremur að engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstri stofunnar í kjölfarið á sölunni. Hann segir fyrirtækið dafna vel og það verði haldið áfram á sömu braut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×