Erlent

Fellibyljir sumpart af mannavöldum

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður segir sjóinn í Mexíkóflóa óeðlilega hlýjan þegar hann er inntur eftir því hvers vegna svo margir sterkir fellibyljir ríði yfir á tiltölulega skömmum tíma. Sigurður segir sjóinn óeðilega hlýjan vegna hlýnandi loftslags en það megi aftur m.a. rekja til gróðurhúsaáhrifanna, en Bandaríkjamenn losi allra þjóða mest af gróðurhúsalofttegundum út í loftið. Sigurður segir að nýjustu útreikingar sýni að fellibylurinn Ríta muni ná stærðargráðunni fimm á kvarðanum Saffir-Simpson. Fellibyljum fjölgi og fellibyljatímabilið lengist vegna veðurfarslega breytinga sem séu að verða á jörðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×