Úrsögn vegna ósættis 11. maí 2005 00:01 Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira