Serbi með tannpínu leitar að liði 11. maí 2005 00:01 Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að útlendingaflæðið í íslenska fótboltann er meira en nokkru sinni fyrr. Þessir menn eru að sjálfsögðu mjög misjafnir að gæðum og sumir þeirra hafa nánast ekkert fram að færa. Meðal leikmanna sem hér hafa verið að flækjast er serbneskur varnarmaður að nafni Branko Milicevic, sem flakkar milli liða í fylgd hins gamalkunna Mihajlo Bibercic. Þessi ágæti maður hefur mætt á æfingar hjá tveimur liðum í Landsbankadeildinni, en tók þó ekki þátt í æfingunum! Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, hafði samband við kollega sinn, Þorlák Árnason hjá Fylki, og sagði honum frá leikmanninum. Árbæingar ákváðu síðan að skoða hann á æfingu félagsins. Fyrir æfinguna var leikmaðurinn mættur ásamt Bibercic en þeir félagar voru skyndilega gufaðir upp þegar æfingin var í þann mund að hefjast. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, sagði í samtali við Fréttablaðið að enginn vissi hvað hefði orðið af Milicevic. „Hann var mættur fyrir æfinguna en var svo hvergi sjáanlegur þegar hún var að hefjast. Við höfum ekkert heyrt frá honum og vitum ekkert hver ástæðan fyrir þessu skyndilega brotthvarfi hans var." Milicevic ætlaði síðan að mæta á æfingu hjá Keflvíkingum á þriðjudagskvöld en gat á endanum ekki tekið þátt í henni þar sem hann var illa haldinn af tannpínu. „Það er ólíklegt að við fáum þennan leikmann. Hann og Bibercic voru svona meira í kurteisisheimsókn hjá okkur og hann átti að fá að taka þátt í léttri æfingu en því miður varð ekkert af því þar sem hann var með tannpínu," sagði Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, um málið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að útlendingaflæðið í íslenska fótboltann er meira en nokkru sinni fyrr. Þessir menn eru að sjálfsögðu mjög misjafnir að gæðum og sumir þeirra hafa nánast ekkert fram að færa. Meðal leikmanna sem hér hafa verið að flækjast er serbneskur varnarmaður að nafni Branko Milicevic, sem flakkar milli liða í fylgd hins gamalkunna Mihajlo Bibercic. Þessi ágæti maður hefur mætt á æfingar hjá tveimur liðum í Landsbankadeildinni, en tók þó ekki þátt í æfingunum! Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, hafði samband við kollega sinn, Þorlák Árnason hjá Fylki, og sagði honum frá leikmanninum. Árbæingar ákváðu síðan að skoða hann á æfingu félagsins. Fyrir æfinguna var leikmaðurinn mættur ásamt Bibercic en þeir félagar voru skyndilega gufaðir upp þegar æfingin var í þann mund að hefjast. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, sagði í samtali við Fréttablaðið að enginn vissi hvað hefði orðið af Milicevic. „Hann var mættur fyrir æfinguna en var svo hvergi sjáanlegur þegar hún var að hefjast. Við höfum ekkert heyrt frá honum og vitum ekkert hver ástæðan fyrir þessu skyndilega brotthvarfi hans var." Milicevic ætlaði síðan að mæta á æfingu hjá Keflvíkingum á þriðjudagskvöld en gat á endanum ekki tekið þátt í henni þar sem hann var illa haldinn af tannpínu. „Það er ólíklegt að við fáum þennan leikmann. Hann og Bibercic voru svona meira í kurteisisheimsókn hjá okkur og hann átti að fá að taka þátt í léttri æfingu en því miður varð ekkert af því þar sem hann var með tannpínu," sagði Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, um málið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira