Sekur um fyrstu gráðu morð 11. maí 2005 00:01 Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða. Réttarhöld í málinu gegn Sebastian Young hófust í Pensacola í Flórída í síðustu viku og lauk þeim í fyrradag. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að Young væri sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Hann skaut Lucille, fyrrverandi eiginkonu sína sem var 37 ára, til bana á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Einnig skaut hann á Jón Atla, son hennar sem nú er 18 ára, og stakk mörgum sinnum með hnífi. Áður en málið var tekið fyrir hafði því verið frestað fjórtán sinnum. Dómurinn taldi Young sekan af öllum ákæruatriðum og á hann yfir höfði sér annað hvort dauðadóm eða lífstíðarfangelsi, án þess að eiga möguleika á náðun. Kviðdómur á eftir að taka ákvörðun um refsingu og hefur dómari síðan mánuð til að taka endanlega ákvörðun. Morðið á Lucille vakti mikinn óhug í Flórída á sínum tíma en Young hafði ítrekað rofið nálgunarbann og hótað henni. Jón Atli bar vitni í málinu og lýsti því fyrir dómi hvernig morðingi móður hans elti hann frá heimili þeirra, skaut hann í bakið, stakk og barði, þar til honum tókst að flýja og vekja athygli nærstaddra á því sem hafði gerst. Hann segist sáttur við dómsniðurstöðuna og vonast til að Young verði dæmdur til dauða fyrir það sem hann gerði. Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Maður sem skaut til bana hina hálfíslensku Lucille Mosco og særði Jón Atla Júlíusson, son hennar, alvarlega í Flórída fyrir tveimur árum var í gær fundinn sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Jón Atli vonar að maðurinn verði dæmdur til dauða. Réttarhöld í málinu gegn Sebastian Young hófust í Pensacola í Flórída í síðustu viku og lauk þeim í fyrradag. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að Young væri sekur um fyrstu gráðu morð og tilraun til morðs. Hann skaut Lucille, fyrrverandi eiginkonu sína sem var 37 ára, til bana á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Einnig skaut hann á Jón Atla, son hennar sem nú er 18 ára, og stakk mörgum sinnum með hnífi. Áður en málið var tekið fyrir hafði því verið frestað fjórtán sinnum. Dómurinn taldi Young sekan af öllum ákæruatriðum og á hann yfir höfði sér annað hvort dauðadóm eða lífstíðarfangelsi, án þess að eiga möguleika á náðun. Kviðdómur á eftir að taka ákvörðun um refsingu og hefur dómari síðan mánuð til að taka endanlega ákvörðun. Morðið á Lucille vakti mikinn óhug í Flórída á sínum tíma en Young hafði ítrekað rofið nálgunarbann og hótað henni. Jón Atli bar vitni í málinu og lýsti því fyrir dómi hvernig morðingi móður hans elti hann frá heimili þeirra, skaut hann í bakið, stakk og barði, þar til honum tókst að flýja og vekja athygli nærstaddra á því sem hafði gerst. Hann segist sáttur við dómsniðurstöðuna og vonast til að Young verði dæmdur til dauða fyrir það sem hann gerði.
Fréttir Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira