Innlent

20 milljónir í menningarverkefni

Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til 50 menningarverkefna á Austurlandi að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Vopnafjarðarhreppur, 1,6 milljón króna, fyrir menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi. Safnastofnun Fjarðarbyggðar hlaut næst hæsta styrkinn, 1,2 milljónir króna, til sýningar í Hafnarhúsinu í Neskaupstað. Alls bárust ráðinu 95 styrkumsóknir að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×