Frelsið nýtir tækifærin Hafliði Helgason skrifar 25. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun