Skoðun

Augu og eyru Davíðs

Sagt er að Davíð Oddsson sé staðráðinn í að láta mistökin með fjölmiðlanefndina ekki endurtaka sig. Þó að sú nefnd væri skipuð "málsmetandi mönnum", sem hlotið höfðu meðmæli úr innsta hringnum, kláraði hún ekki verk sitt samkvæmt upphaflegri forskrift forsætisráðherra. Er hermt að hann hafi lesið einstökum nefndarmönnum pistilinn í gremju sinni og vonbrigðum. Kosninganefndin nýja er einnig skipuð "málsmetandi mönnum", sem valdir hafa verið af innsta hring beggja stjórnarflokkanna. En til að tryggja að þar byrji ekkert gáleysistal eða undanhald fyrir "óábyrgum kröfum" hefur forsætisráðherra sett persónulegan fulltrúa sinn til að sitja nefndarfundi, skrifa niður allt sem sagt er og gefa sér reglulega skýrslu; þannig geti hann gripið inn í ef þörf krefur. Augu og eyru forsætisráðherra í kosninganefndinni tilheyra hlýðnasta snúningamanni hans í ráðuneytinu undanfarin ár, Kristjáni Andra Stefánssyni lögfræðingi. Hann er náfrændi Þórarins Eldjárns, einkavinar frá Matthildarárunum. Samhljómur Björn Bjarnason birti pistil um Ronald Reagan á heimasíðu sinni mánudaginn 7. júní og skrifaði þá m.a. "[Ronald Reagan] sætti gagnrýni ekki síst frá hinum talandi stéttum, fjölmiðlungum, háskólafólki og kaffihúsaspekingum, án þess að láta það hið minnsta á sig fá". Tveimur dögum seinna birti Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur pistil í Viðskiptablaðinu og komst þá svo að orði: "Ekkert var til sparað í lýsingum fjölmiðlafólks, háskólakennara og kaffihúsaspekinga á heimsku Reagans, fljótfærni og leti". Jakob vitnaði ekki í Björn, enda þykja tilvitnanir fáfengilegar meðal ákveðinna sjálfstæðismanna, en hinn andlegi samhljómur er augljós.



Skoðun

Sjá meira


×