Endalok forsetaembættisins 13. júní 2004 00:01 Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi Ég óttast að við Íslendingar séum að horfa á endalok forsetaembættisins eins og við höfum þekkt það í áratugi. Að þeir sem við höfum kosið og treyst til að stjórna landinu fyrir okkur öll, séu vegna valdagræðgi og persónulegrar óvináttu að eyðileggja forsetaembættið - sem þjóðin á og hefur litið upp til. Að þeir séu að svipta okkur hinum hlutlausa landsföður sem um leið hefur verið gæslumaður lýðræðisins. Þannig mun fara ef við höfnum ekki sundrunginni og sameinumst um að segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum öll að veita þessum "trúnaðarmönnum" okkar áminningu og kjósa okkur ópólitískan forseta. Vaxandi skuldasöfnun ungmenna Vaxandi skuldasöfnun ungmenna er áhyggjuefni. Þau koma úr skólum með plastkort í vasanum og lánamöguleika hjá bönkum. Þau hafa enga fræðslu fengið í leikreglum lífsins. Þau vita allt um tölvur - en ekkert um hvað tölvulánið mun kosta þau þegar upp er staðið. Þau hafa bílpróf og taka lán fyrir bíl án þess að hafa hugmynd um þá snöru sem lán geta verið. Ég segi þetta ekki þeim til hnjóðs - það erum við hin eldri sem berum ábyrgð á að mennta þau í leikreglum lífsins. Við skuldum þeim kennslu í að fóta sig á svelli fjármálanna. Baráttan við fíkniefnin Baráttan við fíkniefnin verður að fá forgang áður en hún tapast endanlega, eins og þegar hefur gerst hjá sumum þjóðum. Þetta böl, sem þrífst í þögninni, veldur dauða tuga fólks á hverju ári og hefur skilið við þúsundir vina og ættingja þeirra og annarra neytenda í örvæntingu og vonleysi. Ef nokkur þjóð hefur aðstæður, þekkingu og getu til að ráða niðurlögum fíkniefnapúkans þá erum það við Íslendingar. Það er fátt sem stoppar okkur þegar við tökum höndum saman, það höfum við margsýnt. Vilji er allt sem þarf - vilji til að setja unga fólkið í forgang. Umönnun aldraðra og sjúkra Umönnun aldraðra og sjúkra er mér ofarlega í huga. Það er okkur til skammar, að sjúkir þurfi að bíða mánuði eða ár eftir aðgerð, að lyfjaverð sé svo hátt að sumir sjúklingar hafi ekki efni á þeim og deildum sjúkrahúsa sé lokað svo biðlistarnir lengjast enn. Ég hef búið í Bretlandi hluta úr ári í mörg ár. Þar hef ég fylgst með þróun þessara mála og séð hvert sú leið liggur sem við erum að byrja að feta hér á landi. Það er ófögur sjón - og er þá vægt til orða tekið.Við erum ein ríkasta þjóð á vesturlöndum - við getum gert betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi Ég óttast að við Íslendingar séum að horfa á endalok forsetaembættisins eins og við höfum þekkt það í áratugi. Að þeir sem við höfum kosið og treyst til að stjórna landinu fyrir okkur öll, séu vegna valdagræðgi og persónulegrar óvináttu að eyðileggja forsetaembættið - sem þjóðin á og hefur litið upp til. Að þeir séu að svipta okkur hinum hlutlausa landsföður sem um leið hefur verið gæslumaður lýðræðisins. Þannig mun fara ef við höfnum ekki sundrunginni og sameinumst um að segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum öll að veita þessum "trúnaðarmönnum" okkar áminningu og kjósa okkur ópólitískan forseta. Vaxandi skuldasöfnun ungmenna Vaxandi skuldasöfnun ungmenna er áhyggjuefni. Þau koma úr skólum með plastkort í vasanum og lánamöguleika hjá bönkum. Þau hafa enga fræðslu fengið í leikreglum lífsins. Þau vita allt um tölvur - en ekkert um hvað tölvulánið mun kosta þau þegar upp er staðið. Þau hafa bílpróf og taka lán fyrir bíl án þess að hafa hugmynd um þá snöru sem lán geta verið. Ég segi þetta ekki þeim til hnjóðs - það erum við hin eldri sem berum ábyrgð á að mennta þau í leikreglum lífsins. Við skuldum þeim kennslu í að fóta sig á svelli fjármálanna. Baráttan við fíkniefnin Baráttan við fíkniefnin verður að fá forgang áður en hún tapast endanlega, eins og þegar hefur gerst hjá sumum þjóðum. Þetta böl, sem þrífst í þögninni, veldur dauða tuga fólks á hverju ári og hefur skilið við þúsundir vina og ættingja þeirra og annarra neytenda í örvæntingu og vonleysi. Ef nokkur þjóð hefur aðstæður, þekkingu og getu til að ráða niðurlögum fíkniefnapúkans þá erum það við Íslendingar. Það er fátt sem stoppar okkur þegar við tökum höndum saman, það höfum við margsýnt. Vilji er allt sem þarf - vilji til að setja unga fólkið í forgang. Umönnun aldraðra og sjúkra Umönnun aldraðra og sjúkra er mér ofarlega í huga. Það er okkur til skammar, að sjúkir þurfi að bíða mánuði eða ár eftir aðgerð, að lyfjaverð sé svo hátt að sumir sjúklingar hafi ekki efni á þeim og deildum sjúkrahúsa sé lokað svo biðlistarnir lengjast enn. Ég hef búið í Bretlandi hluta úr ári í mörg ár. Þar hef ég fylgst með þróun þessara mála og séð hvert sú leið liggur sem við erum að byrja að feta hér á landi. Það er ófögur sjón - og er þá vægt til orða tekið.Við erum ein ríkasta þjóð á vesturlöndum - við getum gert betur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun