Mun ráðherra undirrita lagasynjun? 13. júní 2004 00:01 Vald forseta Íslands - Vigfús Magnússon Að gefnu tilefni er nú mjög rætt um vald forseta og sýnist sitt hverjum og oft vitnað til fyrrverandi prófessoranna Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndal í umræðunni. Ólafur Jóhannesson skrifaði bókina Lög og réttur. Þættir um íslenska réttarskipan ásamt formálasafni. Ég á þessa bók, 3. útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975, en þá útgáfu önnuðust lagaprófessorarnir Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal (sem upphaflega tók verkið að sér, fékk hina til liðs við sig og ritar formála) og Stefán Már Stefánsson. Bókin skiptist í sjö þætti og fjallar sá fyrsti þeirra um stjórnskipan og stjórnsýslu. Í A-lið 3. greinar þess þáttar er fjallað um embætti forseta. V. töluliður greinarinnar er um "hin helstu störf forseta" og er þar vitnað í þær greinar stjórnarskrárinnar, sem Ólafur telur við eiga. Að lokinni þessari upptalningu, m.a um að vísa lögum til þjóðaratkvæðis skv. 26. gr., segir svo orðrétt:"Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi, nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Samkvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér eru það því í reyndinni ráðherrar, sem ráða stjórnarframkvæmdum þessum og framkvæma vald það, sem forseta er fengið í stjórnarskránni."B-liður 3. greinar fjallar um ráðherra. Þar segir:"Svo sem áður er sagt, er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Nú er það hins vegar eitt af grundvallareinkennum hins þingbundna stjórnskipulags, að á bak við allar stjórnarframkvæmdir standi einhverjir menn, sem á þeim bera ábyrgð. Í stjórnarskránni segir því, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. [ ... ] Því er svo fyrir mælt í stjskr. [sic], að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og engin stjórnarathöfn fái gildi fyrr en ráðherra hefur meðundirritað hana og þar með tekið á sig ábyrgð á henni. Í reyndinni eru það því ráðherrar, sem fara með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins og ráða mestu um stjórnarframkvæmdir og stjórnarstefnu." Ég segi nú bara eins og haft var eftir Sigurði Líndal á dögunum: Getur þetta verið skýrara? Ef þetta er ekki skýrt, þá er ég ekki læs.Nú er ég ekki löglærður og hef ekki fylgst með breytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni undanfarið. Tel þó nokkuð víst, að ekki hafi hingað til verið hróflað við því, sem að forseta og starfi hans lýtur.Því spyr ég: Mun ráðherra meðundirrita þá stjórnarathöfn forseta að vísa lögum um fjölmiðla til þjóðaratkvæðis þannig að hún öðlist stjórnskipulegt gildi? Eða er skilningur Ólafs Jóhannessonar út í hött og getur forsetinn gert þetta upp á sitt eindæmi? Ég leyfi mér að ætla, að Sigurður Líndal hafi á sínum tíma gert skilning Ólafs að sínum, en samkvæmt því, sem hann segir í formála, endurskoðaði hann eimitt þennan þátt 3. útgáfu bókarinnar, sem Ólafur samdi að eigin sögn "með það fyrir augum, að hún geti veitt fróðleiksfúsum lesendum fræðslu um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar".Þeim sem vilja kynna sér þetta frá fyrstu hendi er bent á bók Ólafs, bls. 21-22 í tilvitnaðri útgáfu, og formála SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Vald forseta Íslands - Vigfús Magnússon Að gefnu tilefni er nú mjög rætt um vald forseta og sýnist sitt hverjum og oft vitnað til fyrrverandi prófessoranna Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndal í umræðunni. Ólafur Jóhannesson skrifaði bókina Lög og réttur. Þættir um íslenska réttarskipan ásamt formálasafni. Ég á þessa bók, 3. útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975, en þá útgáfu önnuðust lagaprófessorarnir Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal (sem upphaflega tók verkið að sér, fékk hina til liðs við sig og ritar formála) og Stefán Már Stefánsson. Bókin skiptist í sjö þætti og fjallar sá fyrsti þeirra um stjórnskipan og stjórnsýslu. Í A-lið 3. greinar þess þáttar er fjallað um embætti forseta. V. töluliður greinarinnar er um "hin helstu störf forseta" og er þar vitnað í þær greinar stjórnarskrárinnar, sem Ólafur telur við eiga. Að lokinni þessari upptalningu, m.a um að vísa lögum til þjóðaratkvæðis skv. 26. gr., segir svo orðrétt:"Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi, nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Samkvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér eru það því í reyndinni ráðherrar, sem ráða stjórnarframkvæmdum þessum og framkvæma vald það, sem forseta er fengið í stjórnarskránni."B-liður 3. greinar fjallar um ráðherra. Þar segir:"Svo sem áður er sagt, er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Nú er það hins vegar eitt af grundvallareinkennum hins þingbundna stjórnskipulags, að á bak við allar stjórnarframkvæmdir standi einhverjir menn, sem á þeim bera ábyrgð. Í stjórnarskránni segir því, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. [ ... ] Því er svo fyrir mælt í stjskr. [sic], að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og engin stjórnarathöfn fái gildi fyrr en ráðherra hefur meðundirritað hana og þar með tekið á sig ábyrgð á henni. Í reyndinni eru það því ráðherrar, sem fara með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins og ráða mestu um stjórnarframkvæmdir og stjórnarstefnu." Ég segi nú bara eins og haft var eftir Sigurði Líndal á dögunum: Getur þetta verið skýrara? Ef þetta er ekki skýrt, þá er ég ekki læs.Nú er ég ekki löglærður og hef ekki fylgst með breytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni undanfarið. Tel þó nokkuð víst, að ekki hafi hingað til verið hróflað við því, sem að forseta og starfi hans lýtur.Því spyr ég: Mun ráðherra meðundirrita þá stjórnarathöfn forseta að vísa lögum um fjölmiðla til þjóðaratkvæðis þannig að hún öðlist stjórnskipulegt gildi? Eða er skilningur Ólafs Jóhannessonar út í hött og getur forsetinn gert þetta upp á sitt eindæmi? Ég leyfi mér að ætla, að Sigurður Líndal hafi á sínum tíma gert skilning Ólafs að sínum, en samkvæmt því, sem hann segir í formála, endurskoðaði hann eimitt þennan þátt 3. útgáfu bókarinnar, sem Ólafur samdi að eigin sögn "með það fyrir augum, að hún geti veitt fróðleiksfúsum lesendum fræðslu um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar".Þeim sem vilja kynna sér þetta frá fyrstu hendi er bent á bók Ólafs, bls. 21-22 í tilvitnaðri útgáfu, og formála SL.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun