Mun ráðherra undirrita lagasynjun? 13. júní 2004 00:01 Vald forseta Íslands - Vigfús Magnússon Að gefnu tilefni er nú mjög rætt um vald forseta og sýnist sitt hverjum og oft vitnað til fyrrverandi prófessoranna Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndal í umræðunni. Ólafur Jóhannesson skrifaði bókina Lög og réttur. Þættir um íslenska réttarskipan ásamt formálasafni. Ég á þessa bók, 3. útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975, en þá útgáfu önnuðust lagaprófessorarnir Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal (sem upphaflega tók verkið að sér, fékk hina til liðs við sig og ritar formála) og Stefán Már Stefánsson. Bókin skiptist í sjö þætti og fjallar sá fyrsti þeirra um stjórnskipan og stjórnsýslu. Í A-lið 3. greinar þess þáttar er fjallað um embætti forseta. V. töluliður greinarinnar er um "hin helstu störf forseta" og er þar vitnað í þær greinar stjórnarskrárinnar, sem Ólafur telur við eiga. Að lokinni þessari upptalningu, m.a um að vísa lögum til þjóðaratkvæðis skv. 26. gr., segir svo orðrétt:"Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi, nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Samkvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér eru það því í reyndinni ráðherrar, sem ráða stjórnarframkvæmdum þessum og framkvæma vald það, sem forseta er fengið í stjórnarskránni."B-liður 3. greinar fjallar um ráðherra. Þar segir:"Svo sem áður er sagt, er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Nú er það hins vegar eitt af grundvallareinkennum hins þingbundna stjórnskipulags, að á bak við allar stjórnarframkvæmdir standi einhverjir menn, sem á þeim bera ábyrgð. Í stjórnarskránni segir því, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. [ ... ] Því er svo fyrir mælt í stjskr. [sic], að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og engin stjórnarathöfn fái gildi fyrr en ráðherra hefur meðundirritað hana og þar með tekið á sig ábyrgð á henni. Í reyndinni eru það því ráðherrar, sem fara með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins og ráða mestu um stjórnarframkvæmdir og stjórnarstefnu." Ég segi nú bara eins og haft var eftir Sigurði Líndal á dögunum: Getur þetta verið skýrara? Ef þetta er ekki skýrt, þá er ég ekki læs.Nú er ég ekki löglærður og hef ekki fylgst með breytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni undanfarið. Tel þó nokkuð víst, að ekki hafi hingað til verið hróflað við því, sem að forseta og starfi hans lýtur.Því spyr ég: Mun ráðherra meðundirrita þá stjórnarathöfn forseta að vísa lögum um fjölmiðla til þjóðaratkvæðis þannig að hún öðlist stjórnskipulegt gildi? Eða er skilningur Ólafs Jóhannessonar út í hött og getur forsetinn gert þetta upp á sitt eindæmi? Ég leyfi mér að ætla, að Sigurður Líndal hafi á sínum tíma gert skilning Ólafs að sínum, en samkvæmt því, sem hann segir í formála, endurskoðaði hann eimitt þennan þátt 3. útgáfu bókarinnar, sem Ólafur samdi að eigin sögn "með það fyrir augum, að hún geti veitt fróðleiksfúsum lesendum fræðslu um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar".Þeim sem vilja kynna sér þetta frá fyrstu hendi er bent á bók Ólafs, bls. 21-22 í tilvitnaðri útgáfu, og formála SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vald forseta Íslands - Vigfús Magnússon Að gefnu tilefni er nú mjög rætt um vald forseta og sýnist sitt hverjum og oft vitnað til fyrrverandi prófessoranna Ólafs Jóhannessonar og Sigurðar Líndal í umræðunni. Ólafur Jóhannesson skrifaði bókina Lög og réttur. Þættir um íslenska réttarskipan ásamt formálasafni. Ég á þessa bók, 3. útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1975, en þá útgáfu önnuðust lagaprófessorarnir Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal (sem upphaflega tók verkið að sér, fékk hina til liðs við sig og ritar formála) og Stefán Már Stefánsson. Bókin skiptist í sjö þætti og fjallar sá fyrsti þeirra um stjórnskipan og stjórnsýslu. Í A-lið 3. greinar þess þáttar er fjallað um embætti forseta. V. töluliður greinarinnar er um "hin helstu störf forseta" og er þar vitnað í þær greinar stjórnarskrárinnar, sem Ólafur telur við eiga. Að lokinni þessari upptalningu, m.a um að vísa lögum til þjóðaratkvæðis skv. 26. gr., segir svo orðrétt:"Engar stjórnarathafnir forseta öðlast gildi, nema einhver ráðherra riti undir þær með honum. Samkvæmt stjórnskipunarháttum og venjum hér eru það því í reyndinni ráðherrar, sem ráða stjórnarframkvæmdum þessum og framkvæma vald það, sem forseta er fengið í stjórnarskránni."B-liður 3. greinar fjallar um ráðherra. Þar segir:"Svo sem áður er sagt, er forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Nú er það hins vegar eitt af grundvallareinkennum hins þingbundna stjórnskipulags, að á bak við allar stjórnarframkvæmdir standi einhverjir menn, sem á þeim bera ábyrgð. Í stjórnarskránni segir því, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. [ ... ] Því er svo fyrir mælt í stjskr. [sic], að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og engin stjórnarathöfn fái gildi fyrr en ráðherra hefur meðundirritað hana og þar með tekið á sig ábyrgð á henni. Í reyndinni eru það því ráðherrar, sem fara með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins og ráða mestu um stjórnarframkvæmdir og stjórnarstefnu." Ég segi nú bara eins og haft var eftir Sigurði Líndal á dögunum: Getur þetta verið skýrara? Ef þetta er ekki skýrt, þá er ég ekki læs.Nú er ég ekki löglærður og hef ekki fylgst með breytingum, sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni undanfarið. Tel þó nokkuð víst, að ekki hafi hingað til verið hróflað við því, sem að forseta og starfi hans lýtur.Því spyr ég: Mun ráðherra meðundirrita þá stjórnarathöfn forseta að vísa lögum um fjölmiðla til þjóðaratkvæðis þannig að hún öðlist stjórnskipulegt gildi? Eða er skilningur Ólafs Jóhannessonar út í hött og getur forsetinn gert þetta upp á sitt eindæmi? Ég leyfi mér að ætla, að Sigurður Líndal hafi á sínum tíma gert skilning Ólafs að sínum, en samkvæmt því, sem hann segir í formála, endurskoðaði hann eimitt þennan þátt 3. útgáfu bókarinnar, sem Ólafur samdi að eigin sögn "með það fyrir augum, að hún geti veitt fróðleiksfúsum lesendum fræðslu um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar".Þeim sem vilja kynna sér þetta frá fyrstu hendi er bent á bók Ólafs, bls. 21-22 í tilvitnaðri útgáfu, og formála SL.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun