Jón Arnór í sviðsljósinu 1. júlí 2004 00:01 Jón Arnór Stefánsson er nú búinn að vera NBA-leikmaður í að verða ár en hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Dallas. Jón Arnór lék fimm leiki liðsins á undirbúningstímabilinu en fékk engin tækifæri á tímabilinu þar sem hann var allan tímann fyrir utan hópinn. Það að Jón Arnór skuli vera enn í NBA-deildinni og að Dallas hafi sett hann á lista yfir þá átta leikmenn sem þeir vildu ekki missa þegar Charlotte Bobcats valdi sér einn leikmann frá hverju liði, hefur vakið athygli og í gær birtist viðtal við strákinn á heimasíðu FIBA Europe. Þar er rætt bæði við Jón Arnór sjálfan sem og þjálfara hans hjá Dallas. Veturinn sem er að baki hefur reynt mikið á andlegan styrk Jóns Arnórs en veturinn á undan var hann í aðalhlutverki hjá þýska liðinu Trier þar sem hann skoraði 13,5 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Viðtalið byrjar á léttu nótunum þar sem aðalþjálfari Don Nelson segir. "Stefánsson, Ég hélt að hann væri dauður. Er hann ennþá á svæðinu," segir Nelson í léttum tón en bætti svo við: "Hann hefur góðan skrokk, góða skottækni og þarf bara að fá spilatíma." Jón Arnór segir í viðtalinu að hann sé staðráðinn í að sanna sig fyrir þjálfaranum gamalreynda. "Hann er alltaf að grínast og ég veit að maður þarf að vinna sér inn virðingu hjá honum. Ég hef ekki sýnt allt mitt besta til þessa hjá Dallas og á enn eftir að sýna það og sanna fyrir honum hvað ég get," segir Jón Arnór í viðtalinu. Jón Arnór viðurkennir líka að þetta hafi verið erfiðir tímar. "Ég hef verið að læra hjá eldri leikmönnum eins og Steve Nash og Dirk Nowitzki en ég játa það að þó að ég sé alltaf í góðu skapi ( a happy guy) þá er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri að spila," segir Jón Arnór sem á erfitt með að meta það hvort honum hafi farið fram því hann hafi ekki spilað leikina. "Ég skil leikinn mun betur en ég get ekki metið það sjálfur hvort mér hafi farið fram. Ég hef þó náð meiri tækni sem leikmaður, skottækni, boltameðferð og þekking mín á leiknum hefur farið mikið fram á þessum tíma hjá Dallas," segir Jón Arnór sem sér ekki eftir því að hafa fórnað einu ári þar sem hann hefði getað spilað fyrir stóran klúbb í Evrópu. Jón Arnór er nú á ferðinni með sumarliði Dallas Mavericks sem tekur meðal annars þátt í móti 10. til 15. júlí. "Þetta er mjög mikilvægur tími fyrir mig. Ég kom hingað snemma og er búinn að vera við strangar æfingar í einn mánuð," segir Jón Arnór og aðstoðarþjálfari Dallas, Rolando Blackman, sem sér mikið í Jóni segir að sumardeildin ráði úrslitum um framtíð hans í NBA-deildinni. "Jón Arnór er mjög hæfileikaríkur leikmaður. Hann er jafn fljótur og þeir bestu, jafn snöggur, með góð skot, góðan stökkkraft og hann er sterkur. Það er samt erfitt fyrir hann að halda uppi einbeitingu og áhuga þegar svona margir leikmenn eru fyrir framan hann. Hann er enn ungur og enn að læra og ég tel að hann hafi möguleika til að komast lengra í þessari deild. Til þess að svo verði þá þarf hann að standa sig í sumardeildunum í LA og Utah," segir Blackman í viðtali við FIBA Europe. Jón Arnór stefnir á að spila með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í vor. "Vonandi get ég spilað en ég veit að stærsta vandamálið eru tryggingarmálin. Þýska sambandið hefur næga peninga til þess að tryggja Dirk Nowitzki en íslenska sambandið er lítið og þetta gæti kostað mig leikina. Ég er hinsvegar sannfærður að með fullt lið þá getur íslenska liðið komist áfram," segir Jón Arnór að lokum í þessu skemmtilega viðtali á vef evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe. Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er nú búinn að vera NBA-leikmaður í að verða ár en hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Dallas. Jón Arnór lék fimm leiki liðsins á undirbúningstímabilinu en fékk engin tækifæri á tímabilinu þar sem hann var allan tímann fyrir utan hópinn. Það að Jón Arnór skuli vera enn í NBA-deildinni og að Dallas hafi sett hann á lista yfir þá átta leikmenn sem þeir vildu ekki missa þegar Charlotte Bobcats valdi sér einn leikmann frá hverju liði, hefur vakið athygli og í gær birtist viðtal við strákinn á heimasíðu FIBA Europe. Þar er rætt bæði við Jón Arnór sjálfan sem og þjálfara hans hjá Dallas. Veturinn sem er að baki hefur reynt mikið á andlegan styrk Jóns Arnórs en veturinn á undan var hann í aðalhlutverki hjá þýska liðinu Trier þar sem hann skoraði 13,5 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Viðtalið byrjar á léttu nótunum þar sem aðalþjálfari Don Nelson segir. "Stefánsson, Ég hélt að hann væri dauður. Er hann ennþá á svæðinu," segir Nelson í léttum tón en bætti svo við: "Hann hefur góðan skrokk, góða skottækni og þarf bara að fá spilatíma." Jón Arnór segir í viðtalinu að hann sé staðráðinn í að sanna sig fyrir þjálfaranum gamalreynda. "Hann er alltaf að grínast og ég veit að maður þarf að vinna sér inn virðingu hjá honum. Ég hef ekki sýnt allt mitt besta til þessa hjá Dallas og á enn eftir að sýna það og sanna fyrir honum hvað ég get," segir Jón Arnór í viðtalinu. Jón Arnór viðurkennir líka að þetta hafi verið erfiðir tímar. "Ég hef verið að læra hjá eldri leikmönnum eins og Steve Nash og Dirk Nowitzki en ég játa það að þó að ég sé alltaf í góðu skapi ( a happy guy) þá er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri að spila," segir Jón Arnór sem á erfitt með að meta það hvort honum hafi farið fram því hann hafi ekki spilað leikina. "Ég skil leikinn mun betur en ég get ekki metið það sjálfur hvort mér hafi farið fram. Ég hef þó náð meiri tækni sem leikmaður, skottækni, boltameðferð og þekking mín á leiknum hefur farið mikið fram á þessum tíma hjá Dallas," segir Jón Arnór sem sér ekki eftir því að hafa fórnað einu ári þar sem hann hefði getað spilað fyrir stóran klúbb í Evrópu. Jón Arnór er nú á ferðinni með sumarliði Dallas Mavericks sem tekur meðal annars þátt í móti 10. til 15. júlí. "Þetta er mjög mikilvægur tími fyrir mig. Ég kom hingað snemma og er búinn að vera við strangar æfingar í einn mánuð," segir Jón Arnór og aðstoðarþjálfari Dallas, Rolando Blackman, sem sér mikið í Jóni segir að sumardeildin ráði úrslitum um framtíð hans í NBA-deildinni. "Jón Arnór er mjög hæfileikaríkur leikmaður. Hann er jafn fljótur og þeir bestu, jafn snöggur, með góð skot, góðan stökkkraft og hann er sterkur. Það er samt erfitt fyrir hann að halda uppi einbeitingu og áhuga þegar svona margir leikmenn eru fyrir framan hann. Hann er enn ungur og enn að læra og ég tel að hann hafi möguleika til að komast lengra í þessari deild. Til þess að svo verði þá þarf hann að standa sig í sumardeildunum í LA og Utah," segir Blackman í viðtali við FIBA Europe. Jón Arnór stefnir á að spila með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í vor. "Vonandi get ég spilað en ég veit að stærsta vandamálið eru tryggingarmálin. Þýska sambandið hefur næga peninga til þess að tryggja Dirk Nowitzki en íslenska sambandið er lítið og þetta gæti kostað mig leikina. Ég er hinsvegar sannfærður að með fullt lið þá getur íslenska liðið komist áfram," segir Jón Arnór að lokum í þessu skemmtilega viðtali á vef evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.
Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira