Erlent

Minnst 22 látnir í Mosul

Nú hefur verið staðfest að að minnsta kosti 22 eru látnir í Mósúlborg í norðurhluta Íraks eftir miklar sprengjuárásir þar eftir hádegið. Minnst fimmtíu eru særðir. Árásunum var beint að bandarískri herstöð í borginni. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra sem létust, né hefur fengist staðfest hver ber ábyrgð á árásunum. Ljóst er að þetta er ein mannskæðasta árásin síðan ráðist var inn í Írak. Mósúl er þriðja stærsta borg Íraks, og síðustu vikur hefur árásum andspyrnumanna fjölgað þar mjög. Þar búa bæði Arabar og Kúrdar, og öfgamenn úr hópi Súnnímúslima hafa látið mjög til sín taka þar, en þeir hafa heitið því að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir kosningarnar í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×