Sport

Færeyingarnir á leið frá Fram

Færeyingarnir Fróði Benjaminsen og Hans Fróði Hansen, sem léku með Fram í Landsbankadeildinni í sumar, munu ekki spila með liðinu á komandi tímabili. Fróði, sem lék 16 leiki á miðjunni hjá Fram og skoraði þrjú mörk, og Hans Fróði, sem lék í vörninni, þóttu ekki standa undir væntingum og því ákváðu forráðamenn Fram að semja ekki við þá á nýjan leik. Ekki er þó útilokað að þeir spili með öðrum liðum hér á landi næsta sumar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkur félög sem hafa áhuga á því að semja við þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×