Sport

Þrenna Rooneys dýrkeypt

Þrennan sem Wayne Rooney skoraði fyrir Man. Utd. gegn Fenerbache í Meistaradeildinni á þriðjudaginn kom heldur betur við veðbankana í Bretlandi. Þeir sem veðjuðu á að Rooney myndi skora þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Man. Utd. fengu upphæðina sem þeir lögðu undir tuttugufalt til baka. Talið er að veðbankarnir hafi tapað um 150 milljónum króna á þrennu leikmannsins. Talsmaður eins veðbankans sagði að um leið og Rooney skoraði þriðja markið sitt hefði hann slökkt ljósin á skrifstofunni til þess að spara rafmagn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×