Sport

Anelka hættur

Claude Anelka, bróðir Nicolas Anelka hjá Manchester City, hefur sagt upp starfi sínu hjá Raith Rovers sem aðalþjálfari liðsins. Rovers hefur gengið afleitlega það sem af er vetri, gert eitt jafntefli og tapað níu leikjum. Áhangendur Rovers eru æfir yfir gangi mála og hefur Anelka fengið að finna á því. "Það er búið að vera erfitt að hlusta á fúkyrði í eigin garð viku eftir viku," sagði Anelka. "En það er svo sem skiljanlegt að þeir séu reiðir." Gordon Dalziel, fyrrum leikmaður Rovers, tekur við starfi Anelka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×