Sport

Grant Hill skorar 20 fyrir Orlando

Það hefur ekki mikið farið fyrir snillingnum Grant Hill síðustu árin í NBA-boltanum. Hill var skipt frá Detroit Pistons yfir í Orlando Magic í ágúst árið 2000 og hefur átt við þrálát ökklameiðsli að stríða allar götur síðan. Hann lék aðeins fjóra leiki á fyrsta tímabilinu sínu og 47 leiki fyrstu þrjú tímabilin. Hill hvíldi allt síðasta tímabil í von um að geta komið sterkur inn í vetur. Magic lék við Dallas Mavericks á sunnudaginn var og burstuðu Hill og félagar leikinn, 114-93. Kappinn skoraði 20 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Er það góðs viti fyrir unnendur Hill, sem þótti á sínum tíma líklegastur sem arftaki Michaels Jordan í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×