Endastöð fyrir Guðmund Hrafnkelss 19. október 2004 00:01 "Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Viggó Sigurðsson, hyggst velja lið sitt fyrir World Cup í Svíþjóð sem fram fer innan skamms og hefur þegar útilokað Guðmund. Telja margir að með þessu sé ferli þessa tæplega fertuga markvarðar endanlega lokið með landsliðinu en Guðmundur hefur undanfarið leikið með þýska liðinu Kronau-Östringen. Sigurður Sveinsson, fyrrverandi handboltahetja og samherji Guðmundar til margra ára, er sammála því mati. "Ég tel lítinn vafa leika á því að þetta táknar endalokin fyrir Guðmund vin minn í marki landsliðsins. Hitt er svo annað mál að hann á skilið að fá hvíldina enda hefur hann staðið vaktina með mikilli prýði í langan tíma. Ég tel að með þessu sé Viggó að fylgja því eftir sem hann hefur sagt að það verði breytingar á landsliði Íslands undir hans stjórn og yngri leikmenn fái að spreyta sig." Viggó Sigurðsson vildi aðspurður ekki staðfesta að hafa útilokað Guðmund frá landsliðinu í næstu keppni. "Ég tilkynni hópinn þann 11. nóvember og svara engu fyrir þann tíma. Ég er bæði búinn að skoða og ræða við fjölmarga undanfarið. Bæði þá sem hafa verið í liðinu og eins hina sem hafa ekki komið nálægt landsliðinu áður og það er allt opið eins og sakir standa." Guðmundur sjálfur er þó ekki ósáttur við að vera ekki valinn enda kappinn búinn að spila yfir 400 landsleiki á sinni tíð. "Ég hef skilað mínu með landsliðinu og þessi tilkynning kom ekkert sérstaklega á óvart. Það eru því engin sérstök vonbrigði og nú get ég einbeitt mér betur með mínu félagsliði." albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
"Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Viggó Sigurðsson, hyggst velja lið sitt fyrir World Cup í Svíþjóð sem fram fer innan skamms og hefur þegar útilokað Guðmund. Telja margir að með þessu sé ferli þessa tæplega fertuga markvarðar endanlega lokið með landsliðinu en Guðmundur hefur undanfarið leikið með þýska liðinu Kronau-Östringen. Sigurður Sveinsson, fyrrverandi handboltahetja og samherji Guðmundar til margra ára, er sammála því mati. "Ég tel lítinn vafa leika á því að þetta táknar endalokin fyrir Guðmund vin minn í marki landsliðsins. Hitt er svo annað mál að hann á skilið að fá hvíldina enda hefur hann staðið vaktina með mikilli prýði í langan tíma. Ég tel að með þessu sé Viggó að fylgja því eftir sem hann hefur sagt að það verði breytingar á landsliði Íslands undir hans stjórn og yngri leikmenn fái að spreyta sig." Viggó Sigurðsson vildi aðspurður ekki staðfesta að hafa útilokað Guðmund frá landsliðinu í næstu keppni. "Ég tilkynni hópinn þann 11. nóvember og svara engu fyrir þann tíma. Ég er bæði búinn að skoða og ræða við fjölmarga undanfarið. Bæði þá sem hafa verið í liðinu og eins hina sem hafa ekki komið nálægt landsliðinu áður og það er allt opið eins og sakir standa." Guðmundur sjálfur er þó ekki ósáttur við að vera ekki valinn enda kappinn búinn að spila yfir 400 landsleiki á sinni tíð. "Ég hef skilað mínu með landsliðinu og þessi tilkynning kom ekkert sérstaklega á óvart. Það eru því engin sérstök vonbrigði og nú get ég einbeitt mér betur með mínu félagsliði." albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira