Hlutverk heilsulinda í forvörnum 2. júlí 2004 00:01 Heilsurækt - Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir. Í dag, laugardaginn 3. júlí, er konum boðið upp á að bæta heilsu sína. Boðið er frítt í sund í Sundlaugum Reykjavíkur, í Borgarnesi og til félagsmanna í samtökum um heilsulindir í Reykjavík og nágrenni. Í heilsulindunum verður þeim boðið upp á aðgang og frían reynslutíma í heilsurækt. En af hverju konum? Jú, það hefur sýnt sig í athugunum að konur eru undir síst minna álagi en karlar og þurfa oft á tíðum að sinna mörgum hlutverkum, en þeim er jafnframt meira umhugað um heilsu sína og sinna nánustu en körlum. Heilsulindir hafa lengi verið hluti af menningu okkar. Rómverjar komust snemma upp á lag með að nota volgt og heitt vatn sér til heilsubótar, bæði á heimaslóðum og í löndum sem þeir síðan sigruðu. Snorri Sturluson átti sína eigin heilsulaug í Reykholti. Frá miðöldum spruttu upp margir bæir í Mið-Evrópu þar sem fólk leitaði sér til hvíldar, hressingar og lækninga. Á Íslandi hafa sundlaugarnar lengi haft þennan sess og á allra seinustu árum eru nú komnar fullkomnar heilsulindir á Íslandi. Þekktust þeirra var lengi vel Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, en á seinni árum Bláa lónið. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki haslað sér völl á þessum vettvangi og er þar helst að nefna Baðhúsið, Laugar, Nordica Spa og Saga Heilsa og Spa. Þessi fyrirtæki hafa nú ásamt Heilsuborginni Reykjavik - Reykjavik Spa City - og Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi stofnað með sér samtök: Samtök heilsulinda Reykjavík og nágrenni. Með stofnun þessara samtaka eru mörkuð tímamót í því að aðilar sem reka heilsulindir kynni sína starfsemi sameiginlega, tryggi fagleg vinnubrögð og taki virkari þátt í því að bæta heilsufar allra landsmanna með vönduðum meðferðaráætlunum, fræðslu og hvatningu. Eigum við að skipta okkur af lífsstíl annarra? Við lifum á tímum þekkingar og rannsókna. Rannsóknir hafa í gegnum tíðina skilað sér í aukinni þekkingu á sjúkdómum, sem aftur skilar sér í árangursríkari lækningum og síðast en ekki síst markvissari forvörnum. Áhættuþættir margra sjúkdóma eru nú þekktir. Samt lifum við mörg óhollu lífi sem einkennist af hreyfingarleysi, óhollu mataræði og streitu. Margir taka því miður ekki af skarið fyrr en þeir eru lentir í heilsufarslegum ógöngum, eða gefa sér aldrei tækifæri til þess ofan moldar. Ekki er nóg að þekkja, við verðum að tileinka okkur betri lífsstíl. Hvert mannsbarn veit að reykingar eru hættulegar heilsunni , en samt reykir enn stór hluti þjóðarinnar. Allir vita að fituminni fæða, fiskneysla, ávextir og grófmeti er hollara en feitt kjöt og sælgæti. Þrátt fyrir það neyta Íslendingar langmest af sykri og gosi á Norðurlöndunum. Frísku fólki finnst ef til vill óþarfi að sinna heilsunni eða láta fylgjast með henni reglulega með sérstökum heilsufarsskoðunum eða öðrum afskiptum. En er það óþarfi? Margir algengir og alvarlegir sjúkdómar eru einkennalitlir eða jafnvel einkennalausir lengi vel. Þeir eru flestir tengdir lífsstíl í meiri eða minni mæli. Því er þörf á að huga að breytingum. Nauðsynlegt er að byrja að setja sér raunhæf markmið hvað varðar heilsuna og stíga þar með fyrsta skrefið að breyttum lífsstíl. Ekki eru til nein örugg próf sem segja til um hverjir munu veikjast og hverjir ekki. Okkur ber að draga úr óvissunni og leggja okkar af mörkum til jákvæðra lífsstílsbreytinga, ekki á morgun, heldur strax í dag. Ávinningur þess mun fljótt skila sér í bættri líðan og auknum lífsgæðum. Nú er bara að drífa sig og mæta í heilsulindirnar, því þá sannast hið fornkveðna - að betra er heilt en vel gróið. Konur! Dragið makann með og við tökum vel á móti ykkur og ráðleggjum hvernig þið getið öðlast betra, innihaldsríkara og heilbrigðara líf. Greinarhöfundur er formaður samtaka heilsulinda í Reykjavík og nágrenni og er stofnandi heilsulindarinnar Saga Heilsa og Spa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilsurækt - Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir. Í dag, laugardaginn 3. júlí, er konum boðið upp á að bæta heilsu sína. Boðið er frítt í sund í Sundlaugum Reykjavíkur, í Borgarnesi og til félagsmanna í samtökum um heilsulindir í Reykjavík og nágrenni. Í heilsulindunum verður þeim boðið upp á aðgang og frían reynslutíma í heilsurækt. En af hverju konum? Jú, það hefur sýnt sig í athugunum að konur eru undir síst minna álagi en karlar og þurfa oft á tíðum að sinna mörgum hlutverkum, en þeim er jafnframt meira umhugað um heilsu sína og sinna nánustu en körlum. Heilsulindir hafa lengi verið hluti af menningu okkar. Rómverjar komust snemma upp á lag með að nota volgt og heitt vatn sér til heilsubótar, bæði á heimaslóðum og í löndum sem þeir síðan sigruðu. Snorri Sturluson átti sína eigin heilsulaug í Reykholti. Frá miðöldum spruttu upp margir bæir í Mið-Evrópu þar sem fólk leitaði sér til hvíldar, hressingar og lækninga. Á Íslandi hafa sundlaugarnar lengi haft þennan sess og á allra seinustu árum eru nú komnar fullkomnar heilsulindir á Íslandi. Þekktust þeirra var lengi vel Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, en á seinni árum Bláa lónið. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki haslað sér völl á þessum vettvangi og er þar helst að nefna Baðhúsið, Laugar, Nordica Spa og Saga Heilsa og Spa. Þessi fyrirtæki hafa nú ásamt Heilsuborginni Reykjavik - Reykjavik Spa City - og Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi stofnað með sér samtök: Samtök heilsulinda Reykjavík og nágrenni. Með stofnun þessara samtaka eru mörkuð tímamót í því að aðilar sem reka heilsulindir kynni sína starfsemi sameiginlega, tryggi fagleg vinnubrögð og taki virkari þátt í því að bæta heilsufar allra landsmanna með vönduðum meðferðaráætlunum, fræðslu og hvatningu. Eigum við að skipta okkur af lífsstíl annarra? Við lifum á tímum þekkingar og rannsókna. Rannsóknir hafa í gegnum tíðina skilað sér í aukinni þekkingu á sjúkdómum, sem aftur skilar sér í árangursríkari lækningum og síðast en ekki síst markvissari forvörnum. Áhættuþættir margra sjúkdóma eru nú þekktir. Samt lifum við mörg óhollu lífi sem einkennist af hreyfingarleysi, óhollu mataræði og streitu. Margir taka því miður ekki af skarið fyrr en þeir eru lentir í heilsufarslegum ógöngum, eða gefa sér aldrei tækifæri til þess ofan moldar. Ekki er nóg að þekkja, við verðum að tileinka okkur betri lífsstíl. Hvert mannsbarn veit að reykingar eru hættulegar heilsunni , en samt reykir enn stór hluti þjóðarinnar. Allir vita að fituminni fæða, fiskneysla, ávextir og grófmeti er hollara en feitt kjöt og sælgæti. Þrátt fyrir það neyta Íslendingar langmest af sykri og gosi á Norðurlöndunum. Frísku fólki finnst ef til vill óþarfi að sinna heilsunni eða láta fylgjast með henni reglulega með sérstökum heilsufarsskoðunum eða öðrum afskiptum. En er það óþarfi? Margir algengir og alvarlegir sjúkdómar eru einkennalitlir eða jafnvel einkennalausir lengi vel. Þeir eru flestir tengdir lífsstíl í meiri eða minni mæli. Því er þörf á að huga að breytingum. Nauðsynlegt er að byrja að setja sér raunhæf markmið hvað varðar heilsuna og stíga þar með fyrsta skrefið að breyttum lífsstíl. Ekki eru til nein örugg próf sem segja til um hverjir munu veikjast og hverjir ekki. Okkur ber að draga úr óvissunni og leggja okkar af mörkum til jákvæðra lífsstílsbreytinga, ekki á morgun, heldur strax í dag. Ávinningur þess mun fljótt skila sér í bættri líðan og auknum lífsgæðum. Nú er bara að drífa sig og mæta í heilsulindirnar, því þá sannast hið fornkveðna - að betra er heilt en vel gróið. Konur! Dragið makann með og við tökum vel á móti ykkur og ráðleggjum hvernig þið getið öðlast betra, innihaldsríkara og heilbrigðara líf. Greinarhöfundur er formaður samtaka heilsulinda í Reykjavík og nágrenni og er stofnandi heilsulindarinnar Saga Heilsa og Spa.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar