Fjórir hæfir í starfið 1. október 2004 00:01 Stjórn Handknattleikssambands Íslands leitar nú logandi ljósi að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar fullnægðu þeim kröfum hans. HM í Þýskalandi 2007 markmiðið "Næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik þarf fyrst og síðast að geta hvatt sína menn áfram og komið þeim í rétta gírinn fyrir leiki. Hann þarf að hafa langtímamarkmið, sem er að koma liðinu inn á HM í Þýskalandi árið 2007. Það verður stórmót í orðsins fyllstu merkingu og það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að eiga fulltrúa þar. Einnig tel ég það algjört skilyrði að viðkomandi þjálfari hafi reynslu og þekkingu á alþjóðlegum handbolta. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er það bara svo að það er spilaður allt annar handbolti úti í heimi heldur en hér á Íslandi," sagði Guðjón. Guðjón sagði jafnframt að næsti þjálfari yrði að hafa trúnað og traust leikmanna. "Hann þarf sjálfur að vera sigurvegari því það eru aðeins svoleiðis menn sem geta smitað sigurvegarahugarfari yfir til leikmanna. Hann þarf að vera sterkur í leikfræðinni og umfram allt þora að taka ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að hann hafi frið fyrir æðstu stjórn HSÍ og landsliðsnefndinni, jafnvel þótt hann fari ef til vill í taugarnar á sumum sem stýra handknattleiksskútunni. Forystan verður að meta málið ískalt og velja hæfasta manninn hvort sem henni líkar við hann eða ekki," sagði Guðjón. Fjórir kostir í stöðunni Aðspurður hvort hann væri ekki tala um hinn fullkomna þjálfara játti Guðjón því. "Við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við neitt minna og það er mín skoðun að við eigum þrjá slíka þjálfara í dag. Fyrstan skal telja Alfreð Gíslason hjá Magdeburg en hann er úti úr myndinni og það þarf ekki að ræða hann. Síðan eru það þeir Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson en ég veit að báðir þessir menn eru umdeildir hjá handknattleiksforystunni, jafnt innan stjórnar HSÍ sem og landsliðsnefndar. Fjórði kosturinn er síðan Atli Hilmarsson. Hann náði frábærum árangri með KA og er afburðagóður drengur. Ég myndi helst vilja sjá hann starfa með annað hvort Geir eða Viggó og láta hann þá vinna líka með yngri landsliðunum. Það væri hin fullkoma tvenna," sagði Guðjón og bætti við að í hans huga kæmi útlendingur ekki til greina. "Þeir þekkja ekki íslenskan handbolta og yrðu bara í tómu tjóni." Erfitt verkefni Guðjón sagði þó að nýr þjálfari væri ekki öfundsverður af því verkefni sem biði hans. "Guðmundur er hættur og þó hann hafi á margan hátt verið umdeildur þá verður mjög erfitt að taka við af honum. Hann vann mjög skynsamlega við erfiðar aðstæður og sá sem kemur á eftir honum hefur ekki úr jafn sterkum hóp að moða og Guðmundur hafði - hann verður að byggja upp nýtt lið til að byrja með." Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands leitar nú logandi ljósi að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar fullnægðu þeim kröfum hans. HM í Þýskalandi 2007 markmiðið "Næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik þarf fyrst og síðast að geta hvatt sína menn áfram og komið þeim í rétta gírinn fyrir leiki. Hann þarf að hafa langtímamarkmið, sem er að koma liðinu inn á HM í Þýskalandi árið 2007. Það verður stórmót í orðsins fyllstu merkingu og það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að eiga fulltrúa þar. Einnig tel ég það algjört skilyrði að viðkomandi þjálfari hafi reynslu og þekkingu á alþjóðlegum handbolta. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er það bara svo að það er spilaður allt annar handbolti úti í heimi heldur en hér á Íslandi," sagði Guðjón. Guðjón sagði jafnframt að næsti þjálfari yrði að hafa trúnað og traust leikmanna. "Hann þarf sjálfur að vera sigurvegari því það eru aðeins svoleiðis menn sem geta smitað sigurvegarahugarfari yfir til leikmanna. Hann þarf að vera sterkur í leikfræðinni og umfram allt þora að taka ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að hann hafi frið fyrir æðstu stjórn HSÍ og landsliðsnefndinni, jafnvel þótt hann fari ef til vill í taugarnar á sumum sem stýra handknattleiksskútunni. Forystan verður að meta málið ískalt og velja hæfasta manninn hvort sem henni líkar við hann eða ekki," sagði Guðjón. Fjórir kostir í stöðunni Aðspurður hvort hann væri ekki tala um hinn fullkomna þjálfara játti Guðjón því. "Við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við neitt minna og það er mín skoðun að við eigum þrjá slíka þjálfara í dag. Fyrstan skal telja Alfreð Gíslason hjá Magdeburg en hann er úti úr myndinni og það þarf ekki að ræða hann. Síðan eru það þeir Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson en ég veit að báðir þessir menn eru umdeildir hjá handknattleiksforystunni, jafnt innan stjórnar HSÍ sem og landsliðsnefndar. Fjórði kosturinn er síðan Atli Hilmarsson. Hann náði frábærum árangri með KA og er afburðagóður drengur. Ég myndi helst vilja sjá hann starfa með annað hvort Geir eða Viggó og láta hann þá vinna líka með yngri landsliðunum. Það væri hin fullkoma tvenna," sagði Guðjón og bætti við að í hans huga kæmi útlendingur ekki til greina. "Þeir þekkja ekki íslenskan handbolta og yrðu bara í tómu tjóni." Erfitt verkefni Guðjón sagði þó að nýr þjálfari væri ekki öfundsverður af því verkefni sem biði hans. "Guðmundur er hættur og þó hann hafi á margan hátt verið umdeildur þá verður mjög erfitt að taka við af honum. Hann vann mjög skynsamlega við erfiðar aðstæður og sá sem kemur á eftir honum hefur ekki úr jafn sterkum hóp að moða og Guðmundur hafði - hann verður að byggja upp nýtt lið til að byrja með."
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira