Fjórir hæfir í starfið 1. október 2004 00:01 Stjórn Handknattleikssambands Íslands leitar nú logandi ljósi að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar fullnægðu þeim kröfum hans. HM í Þýskalandi 2007 markmiðið "Næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik þarf fyrst og síðast að geta hvatt sína menn áfram og komið þeim í rétta gírinn fyrir leiki. Hann þarf að hafa langtímamarkmið, sem er að koma liðinu inn á HM í Þýskalandi árið 2007. Það verður stórmót í orðsins fyllstu merkingu og það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að eiga fulltrúa þar. Einnig tel ég það algjört skilyrði að viðkomandi þjálfari hafi reynslu og þekkingu á alþjóðlegum handbolta. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er það bara svo að það er spilaður allt annar handbolti úti í heimi heldur en hér á Íslandi," sagði Guðjón. Guðjón sagði jafnframt að næsti þjálfari yrði að hafa trúnað og traust leikmanna. "Hann þarf sjálfur að vera sigurvegari því það eru aðeins svoleiðis menn sem geta smitað sigurvegarahugarfari yfir til leikmanna. Hann þarf að vera sterkur í leikfræðinni og umfram allt þora að taka ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að hann hafi frið fyrir æðstu stjórn HSÍ og landsliðsnefndinni, jafnvel þótt hann fari ef til vill í taugarnar á sumum sem stýra handknattleiksskútunni. Forystan verður að meta málið ískalt og velja hæfasta manninn hvort sem henni líkar við hann eða ekki," sagði Guðjón. Fjórir kostir í stöðunni Aðspurður hvort hann væri ekki tala um hinn fullkomna þjálfara játti Guðjón því. "Við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við neitt minna og það er mín skoðun að við eigum þrjá slíka þjálfara í dag. Fyrstan skal telja Alfreð Gíslason hjá Magdeburg en hann er úti úr myndinni og það þarf ekki að ræða hann. Síðan eru það þeir Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson en ég veit að báðir þessir menn eru umdeildir hjá handknattleiksforystunni, jafnt innan stjórnar HSÍ sem og landsliðsnefndar. Fjórði kosturinn er síðan Atli Hilmarsson. Hann náði frábærum árangri með KA og er afburðagóður drengur. Ég myndi helst vilja sjá hann starfa með annað hvort Geir eða Viggó og láta hann þá vinna líka með yngri landsliðunum. Það væri hin fullkoma tvenna," sagði Guðjón og bætti við að í hans huga kæmi útlendingur ekki til greina. "Þeir þekkja ekki íslenskan handbolta og yrðu bara í tómu tjóni." Erfitt verkefni Guðjón sagði þó að nýr þjálfari væri ekki öfundsverður af því verkefni sem biði hans. "Guðmundur er hættur og þó hann hafi á margan hátt verið umdeildur þá verður mjög erfitt að taka við af honum. Hann vann mjög skynsamlega við erfiðar aðstæður og sá sem kemur á eftir honum hefur ekki úr jafn sterkum hóp að moða og Guðmundur hafði - hann verður að byggja upp nýtt lið til að byrja með." Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands leitar nú logandi ljósi að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson sagði upp störfum í vikunni. Fréttablaðið fékk Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Sýn, til að segja sína skoðun á því hvað næsti þjálfari íslenska liðsins þyrfti að hafa til brunns að bera og hvaða þjálfarar fullnægðu þeim kröfum hans. HM í Þýskalandi 2007 markmiðið "Næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik þarf fyrst og síðast að geta hvatt sína menn áfram og komið þeim í rétta gírinn fyrir leiki. Hann þarf að hafa langtímamarkmið, sem er að koma liðinu inn á HM í Þýskalandi árið 2007. Það verður stórmót í orðsins fyllstu merkingu og það er gífurlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að eiga fulltrúa þar. Einnig tel ég það algjört skilyrði að viðkomandi þjálfari hafi reynslu og þekkingu á alþjóðlegum handbolta. Með fullri virðingu fyrir deildinni hér heima þá er það bara svo að það er spilaður allt annar handbolti úti í heimi heldur en hér á Íslandi," sagði Guðjón. Guðjón sagði jafnframt að næsti þjálfari yrði að hafa trúnað og traust leikmanna. "Hann þarf sjálfur að vera sigurvegari því það eru aðeins svoleiðis menn sem geta smitað sigurvegarahugarfari yfir til leikmanna. Hann þarf að vera sterkur í leikfræðinni og umfram allt þora að taka ákvarðanir. Það er líka mikilvægt að hann hafi frið fyrir æðstu stjórn HSÍ og landsliðsnefndinni, jafnvel þótt hann fari ef til vill í taugarnar á sumum sem stýra handknattleiksskútunni. Forystan verður að meta málið ískalt og velja hæfasta manninn hvort sem henni líkar við hann eða ekki," sagði Guðjón. Fjórir kostir í stöðunni Aðspurður hvort hann væri ekki tala um hinn fullkomna þjálfara játti Guðjón því. "Við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við neitt minna og það er mín skoðun að við eigum þrjá slíka þjálfara í dag. Fyrstan skal telja Alfreð Gíslason hjá Magdeburg en hann er úti úr myndinni og það þarf ekki að ræða hann. Síðan eru það þeir Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson en ég veit að báðir þessir menn eru umdeildir hjá handknattleiksforystunni, jafnt innan stjórnar HSÍ sem og landsliðsnefndar. Fjórði kosturinn er síðan Atli Hilmarsson. Hann náði frábærum árangri með KA og er afburðagóður drengur. Ég myndi helst vilja sjá hann starfa með annað hvort Geir eða Viggó og láta hann þá vinna líka með yngri landsliðunum. Það væri hin fullkoma tvenna," sagði Guðjón og bætti við að í hans huga kæmi útlendingur ekki til greina. "Þeir þekkja ekki íslenskan handbolta og yrðu bara í tómu tjóni." Erfitt verkefni Guðjón sagði þó að nýr þjálfari væri ekki öfundsverður af því verkefni sem biði hans. "Guðmundur er hættur og þó hann hafi á margan hátt verið umdeildur þá verður mjög erfitt að taka við af honum. Hann vann mjög skynsamlega við erfiðar aðstæður og sá sem kemur á eftir honum hefur ekki úr jafn sterkum hóp að moða og Guðmundur hafði - hann verður að byggja upp nýtt lið til að byrja með."
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira