Þjóðarbúskapurinn 27. ágúst 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Nýlega unnu Íslendingar sigur á Slóvenum í handbolta í Aþenu. Ekki hvarflaði að okkur annað en við gætum sigrað Slóveníu; spurningin var bara hvort það tækist í þetta sinn. Ekki leiddum við hugann að því að þarna væri um að ræða mun fjölmennari þjóð. Bandarískur gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík var nýlega að velta fyrir sér því sem væri líkt og ólíkt með Íslandi og Bandaríkjunum. Hann nefndi meðal annars að fólksfjöldi á Íslandi væri einn þúsundasti af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á hinn bóginn væri landsframleiðsla á mann mjög svipuð í löndunum tveimur eða um 30 þúsund dalir á Íslandi samanborið við ríflega 36 þúsund dali í Bandaríkjunum í fyrra. Íslendingar sjá almennt ekki smæð þjóðarinnar sem vandamál. Ýmis fyrirtæki hafa á síðustu misserum sótt mjög á á alþjóðamarkaði. Það hvarflar ekki að okkur að þangað ættum við ef til vill ekki erindi. Stórhugann má meðal annars sjá í útrás bankanna og Baugsmanna. Minnimáttarkennd vegna smæðar hefur sjaldan háð Íslendingum. Fjöldi íbúa í Slóveníu er 2 milljónir. Slóvenía var hluti af gömlu Júgóslavíu áður en hún hlaut sjálfstæði árið 1991. Um er að ræða vestasta hluta gömlu Júgóslavíu sem ávallt hefur haft mikil viðskipti við nágrannaríkin, Austurríki og Ítalíu. Íbúar Slóveníu eru framsýnir og sem dæmi má nefna þá var stofnaður viðskiptaháskóli þar á árinu 1986, nokkru áður en járntjaldið féll. Efnahagsástandið í Slóveníu er nú tiltölulega gott. Hagvöxtur nam 2,3% á síðasta ári. Landsframleiðsla á mann er reyndar töluvert minni en á Íslandi og í Bandaríkjunum, eða ríflega 18 þúsund dalir á mann. Þetta er aftur á móti hærri landsframleiðsla á mann en í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Atvinnuleysi er 6,7%. Á þessu ári er spáð 3,6% hagvexti í Slóveníu miðað við 4,3% á Íslandi. Þá gekk Slóvenía í Evrópusambandið fyrr á þessu ári. Ég fór til Slóveníu fyrr í sumar og naut þar gestrisni innfæddra, auk þess að njóta hinnar gífurlega fallegu náttúru landsins. Ég sá framsýna menntaða þjóð í fallegu landi þar sem möguleikarnir væru óþrjótandi. Frá Slóvenum heyrðist hins vegar oftar en ekki: Já, en við erum svo smá þjóð. Ég velti því fyrir mér hvort það væri stórhugur Íslendinga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. Ætli við gætum gert þetta viðhorf að útflutningsvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Nýlega unnu Íslendingar sigur á Slóvenum í handbolta í Aþenu. Ekki hvarflaði að okkur annað en við gætum sigrað Slóveníu; spurningin var bara hvort það tækist í þetta sinn. Ekki leiddum við hugann að því að þarna væri um að ræða mun fjölmennari þjóð. Bandarískur gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík var nýlega að velta fyrir sér því sem væri líkt og ólíkt með Íslandi og Bandaríkjunum. Hann nefndi meðal annars að fólksfjöldi á Íslandi væri einn þúsundasti af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á hinn bóginn væri landsframleiðsla á mann mjög svipuð í löndunum tveimur eða um 30 þúsund dalir á Íslandi samanborið við ríflega 36 þúsund dali í Bandaríkjunum í fyrra. Íslendingar sjá almennt ekki smæð þjóðarinnar sem vandamál. Ýmis fyrirtæki hafa á síðustu misserum sótt mjög á á alþjóðamarkaði. Það hvarflar ekki að okkur að þangað ættum við ef til vill ekki erindi. Stórhugann má meðal annars sjá í útrás bankanna og Baugsmanna. Minnimáttarkennd vegna smæðar hefur sjaldan háð Íslendingum. Fjöldi íbúa í Slóveníu er 2 milljónir. Slóvenía var hluti af gömlu Júgóslavíu áður en hún hlaut sjálfstæði árið 1991. Um er að ræða vestasta hluta gömlu Júgóslavíu sem ávallt hefur haft mikil viðskipti við nágrannaríkin, Austurríki og Ítalíu. Íbúar Slóveníu eru framsýnir og sem dæmi má nefna þá var stofnaður viðskiptaháskóli þar á árinu 1986, nokkru áður en járntjaldið féll. Efnahagsástandið í Slóveníu er nú tiltölulega gott. Hagvöxtur nam 2,3% á síðasta ári. Landsframleiðsla á mann er reyndar töluvert minni en á Íslandi og í Bandaríkjunum, eða ríflega 18 þúsund dalir á mann. Þetta er aftur á móti hærri landsframleiðsla á mann en í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Atvinnuleysi er 6,7%. Á þessu ári er spáð 3,6% hagvexti í Slóveníu miðað við 4,3% á Íslandi. Þá gekk Slóvenía í Evrópusambandið fyrr á þessu ári. Ég fór til Slóveníu fyrr í sumar og naut þar gestrisni innfæddra, auk þess að njóta hinnar gífurlega fallegu náttúru landsins. Ég sá framsýna menntaða þjóð í fallegu landi þar sem möguleikarnir væru óþrjótandi. Frá Slóvenum heyrðist hins vegar oftar en ekki: Já, en við erum svo smá þjóð. Ég velti því fyrir mér hvort það væri stórhugur Íslendinga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. Ætli við gætum gert þetta viðhorf að útflutningsvöru?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar