Erlent

Herferð gegn reykingum

Ný og óvægin auglýsingaherferð gegn reykingum er farin af stað í Bretlandi. Vonast stjórnvöld til að þúsundir manna muni í kjölfarið hætta að reykja á næsta ári. Í einni auglýsingunni sjást börn standa við legstein föður síns skömmu eftir jarðarför hans og í annarri reynir móðir að segja börnunum sínum að hún sé komin með krabbamein. Yfirskrift auglýsinganna er: "Hættu að reykja - það er eina leiðin til að vernda fjölskylduna þína". Samkvæmt rannsóknum munu um 3.000 manns deyja í Bretlandi úr sjúkdómum tengdum reykingum á milli aðfangadagskvölds og 4. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×